Leita í fréttum mbl.is

Upptaka af fundinum!

Geir: 

"Elskan mín blessaður Óli,
eldsnemma var ég á róli
þú viðrar nú þvott
því veðrið er gott
í vinnu ég hökti á hjóli".

Ólafur: 

"Blessaður gestur minn Geir
nú gömnumst við nokkuð hér tveir
kaffi? tak sæti
sykur í bæti
útiveru enginn af deyr".

Geir: 

"Má ég fá einn annan mola?
og meðlætið niður svo skola?
á balli í gær
var glæsileg ær
góðbrjósta kallar mig fola".

Ólafur:

"Framhjáhalds þykir mér fnykur
í forgrunni allnokkrar blikur
fúll virðist Jón
framsóknarljón
fáðu þér köku og sykur".

Geir:

"En samfóa gellan er sæt
sjúkleg ó hvernig ég læt
hey, varstu'að baka
hrein snilld er kaka
hjónabandssælan er æt."

Ólafur:

"Takk fyrir, taumlaust ég syng
þú taka mátt bráðum fram þing
ég umboð þér gef
og allbetur sef
ef á fingri ei hefur hún hring."


Grasrót framsóknarflokksins

Viðræðan verður mjög snúin
og vaknar Jón allnokkuð lúinn
heymæði fær
frá haus niðrí tær
því grasrót er gömul og fúin.


Enn að telja.

Atkvæðin er hann að velja
all lengi mun við það dvelja
löng verður bið
eins og búist var við
Björn er svo lengi að telja.


Er VG á lausu?

Geir sér að glittir í hausu
á grænum og sýpur úr ausu
stelpan er sæt
og sjálfsagt mjög bright
en ætli hún lafi á lausu?


Eitt sinn var ágætur Bjarni.

Eitt sinn var ágætur Bjarni
en er hann nú flæktur í garni?
Hann færa mun fórn
ef fer hann í stjórn
hverfa mun hugsjónakjarni.


Friðum framsókn.

Friðaður flóinn og mýrin
friðuð er íslenska kýrin
og strýtan og hraun
held þó í raun
ætti'að friðlýsa framsóknardýrin.


Framsóknargenið fundið!

Kipp tók nú forfeðrafenið
og fylgið við arfberaslenið
víst svo er það
vitum við að
nú vaknaði framsóknargenið.


Vorboði

Hraukinn dansar, hamast í
hamingjan að buga.
Getur ekki gert að því
gulbrún skítafluga.

Sumar

Slota vindar, vaknar sól á vorsins degi
sleikir blóm á börðum vegi.

Kosningaþvaga

Þessi vísa er skrítin, læt hana samt flakka.

Mikið hve ég megna spé
man ei, sé til, heyri.
Ekki Bé né Eff né Dé
á ei né-in fleiri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 54160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband