Leita í fréttum mbl.is

Hringhenda

 

Bragarsníđi heillar hring 
hendan prýđis knúna
Daginn skrýđir dagrenning
dettum íđa núna.

Undur (viđ)

Undur og er margt ađ meini
en enn virđast skrönglast í leyni
sú skrítnasta hjörđ
sem hrekst hér um jörđ
framsóknarflokkurinn eini.


Prumpuvísa

Prumpiđ ilmar eins og fjöruţari.
Náttúrunnar nítrógas
ég nota bara spari.

Brúđkaupsóskir

Ég samdi ţessa vísu í tilefni ţess ađ mágkona mín hún Fanney og Jónberg voru ađ giftast.

Á ykkar degi ćtlum viđ
ađ óska brúđhjón kćr
ađ gćfuveginn gangiđ ţiđ
svo glöđ sem endranćr

Vesturleiđ

Datt í hug ţessi vísa ţegar mér varđ hugsađ heim á Strandir, hvernig sjá ađrir Strandirnar fyrir sér:

Ókunn lönd nú opnast mér
ótt til beggja handa
alltaf mun ég aka hér
um undraveröld Stranda.
(Ţví vegleysan hún vaggar ţér
og vöskum bíl mun granda).

Esjan freknótt.

Hún bjóst ei viđ bölvuđu hreti
í bóli lá Esjan í leti
en kuldinn kom hratt
hún loks upp spratt
hvítfreknótt reis hún úr fleti.


Náttúrustemmur ađ vori.

Syngja'á heiđi svanir tveir
og sinna hreiđurgerđum.
Sverja eiđinn synir ţeir
og svífa breiđum herđum.

Áttlaust vindur yfir tind
ćđir blindur núna.
Stendur hyrnd, slöpp, hölt og grind
- horuđ kind viđ brúna

Lambaspörđin látúnsbrúnu
lita sinugrund.
Kind í hjörđu kroppar túnu
kát viđ vinafund.

Hjónasvipur.

Hjónin brátt hjala um mund
og hefja nú samningafund
sveitt verđur törnin
ađ sameina börnin,
köttinn og hvasstenntan hund.


Fékk ekki bođsmiđa.

Steingrímur heima víst hékk
og horfđi á Batman og Skrekk
beiđ svo viđ síma
svört varđ brátt skíma
ţví bođsmiđa'á balliđ ei fékk.


Ekki nógu sćtur.

Geir snemma fór víst á fćtur
formađur Jón núna grćtur
á ballinu einn
einmana sveinn
alls ekki nógu var sćtur.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 54160

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband