Leita í fréttum mbl.is

Ađ blogga ferskeytlu.

Ađ blogga ţykir frekar fínt
en ferskeytlan ţví kvíđir.
Kvćđiđ innan alls er týnt
en ţó finnst um síđir.

Múmíu fundur.

Í Egyptalandi varđ undur
svo urrađi'og gelti ţar hundur.
Haldinn ţar var
á víđţekktum bar
fjölmennur múmíu fundur.


Hugsunargangur hagfrćđings:

Okkar viska'er krćf og klók
viđ kćfa getum floppiđ.
Ţorskaflinn er bankabók
sem bólgna mun viđ stoppiđ.


Enginn veit.

Enginn veit hvađ undir býr
öldum fyrir neđan.
Ţref um aura, ţrasiđ knýr
ţorskur deyr á međan.


Ţorraţrćll Afríkubúa.

Víst er bras og veröld dökk
varla gras upp stingur
kólnar lasin konan blökk
og kvef fćr nashyrningur.


Skítarćsiđ heillar.

Lífstíđ glötuđ lykt á rann
ljótur skötuselur.
Í skítajötu skólpa hann
af skrítnum hvötum dvelur.


Í dómsorđi skal standa:

Rök skal treysta'og ráđin sling
ris og neista berja:
Pung skal kreista, kremja ling
á karli eistun merja.


Hár tollur.

Sćkir ađ mér sérhvern dag
sviti'og kaldur hrollur.
Álversvirkjun eflir hag
en alltof hár var tollur.


Limruvilla.

Í Flórída'er flott og oft stillur
og fá sumir magnađar grillur
hlýtt er oft ţađ
og ţurrt ei sjóbađ
en vill einhver kaupa ţar villur?


Heilrćđavísa

Ef ađ freyđir fýlan ţín,
frek er reiđin ţanda,
ţegar leiđi svertir sýn,
samtal eyđir vanda.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband