Leita í fréttum mbl.is

Dćmigert.

Ţeir gefa ei virđingavott
en vćla međ háđi og spott
oft eru ţeir
einn eđa tveir
sem gagnrýna ţađ sem er gott.


Gluggaveđur

Sér í vatni svanur ţvćr
sólin alltaf gleđur.
Norđanvindur napur hlćr
nú er gluggaveđur.

Inn í kompu.

Inn í kompu einn ég sit
og minn penna naga.
Úti fuglar fleygja drit
í fagra sólardaga.


Mannvonska

Ég flytja vil í fornan dal
í felum yrkja svörđu.
Fá engar fréttir ekkert mal
um eymdir lífs á jörđu.


Ástarrím.

Enn ég ríma, ástin mín
enn ég glíma'og snarla.
Eg ćtla'ađ síma inn til ţín
en ég tími'ţví varla.


Ástandiđ í hnotskurn.

Úti tónar eymdardjass
alveg krónu rúinn.
Á međan bónar mör og rass
mćtur Frónarbúinn.


Götudómar

Syngur ómur haturs heitt
hér fer drómi'um engi.
En götudómar geta meitt
góđa sómadrengi.


Bíó-etanól

Er sýning hefst ég sest í stól 
og sötra ropvatnsfjanda.
Oft ég bíó-etanól
ţó út í kókiđ blanda.


Hundadráp.

Vöntun fá í vöggugjöf
vits og gćfurjóma.
Sveittir moka sína gröf
svefngenglar í dróma.


Fiskveiđistjórnunarkerfisvillulimra.

Togarar lífríkiđ tćta
en trillurnar ungseiđin gćta
á sjónum međ króka
karlar sig spóka
og botndýrafánuna bćta. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband