Leita í fréttum mbl.is

Hringhenda

Á landi snævar lon og don
lífs fer ævi bjarta.
Bágt mun þæfa bústna von
burðugt gæfuhjarta

Bjúgu

Nú elda ég bjúgu frá Bæ
og bragðgóða tuggu því fæ
og líkt og um Jólin
er lyktin og Sólin
þá skín og ég hraustlega hlæ

Leirhnoð

Synir mínir voru fyrr í kvöld að hnoða leir af áfergju, í orðsins fyllstu.. því ákvað ég að hnoða saman þennan leir, í orðastað annars þeirra:

Ég hnoða saman hring og snigil,
hesta tvo og kassagrey,
sem minnir nú á miniflygil
máf og sjóræningjafley.

Ábyrgð

Varla mun ég missa slag,
né mögla yfir raunum,
ef efla stjórar Íslands hag,
og ábyrgð fylgir launum.

Háum launum virðist nefnilega sjaldnast fylgja ábyrgð - eins og sagan sýnir.


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvæðabrýnur

Kvæðasjón er dauf í dag
ég dett um stuðlalínur
Ég flæktist hér í fléttubrag
og féll við kvæðabrýnur.

Ein limra..

Sannlega er ég sannfærður
af sígildum kvæðum vannærður.
því ljóð yrkja fantar
EN limruna vantar.
Bráðlega verð ég hér bannfærður

Full er reisn í Hörgárdal

Hörgdælir nú gerast grand
grunnstoð vex í sveitum.
Nú er þakið Norðurland
nöktum kroppum heitum.

Bráðum kemur mottumars

Drengur klæðin fögur fann
fléttast mottuvefur.
Því sjaldan kyssir kona mann
sem kaldar varir hefur.

Sólin

Frerann bræðir, bráðum sól
brýtur æðar kaldar.
Grundin klæðist grænum kjól
gæs um hæðir tjaldar.

Um minnugan mann


Karl er hress og kann sinn part
sem kannski fæstir geyma.
En hann virðist muna margt
og meira en ég mun gleyma.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

102 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband