Leita í fréttum mbl.is

Veđriđ

Fögur svífa fiđrildin og fađma glugga.
Í fjarska lemur einhver ugga
öldur svo ađ teistur rugga.

Um stjórnmálamenn

Köllun finna, flćđir afl
fyrirhafnarlítiđ.
Seinna ţykir sjálfsagt tafl
ađ svíkja pínulítiđ.

Af nógu er ađ taka

Gefum okkur gáfnahaf
ţar gjöful veiđist spraka.
Ţó nokkur prósent nagist af
af nógu er ađ taka.


mbl.is Andlegri getu hrakar eftir fertugt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

2011-2012

Megi gróa mćđusár
og minning sćl fram spretta.
Nú má verđa nćsta ár
nánast eins og ţetta.

Kertasníkir

Bráđum kemur Kertasníkir
međ klakabrynju í húfu.
Skó í glugga á glámur kíkir
og gjafir fćrir ţeim ljúfu.

Skyrgámur

Skyrgámur nćst skálmađi
skafla hungurmorđa.
Um dimma flóa fálmađi
fír og vildi borđa.

Sterkbyggđur og stór hann óđ
og stökk hratt ţúfna milli.
Vaskur rann í vígamóđ
vildi magafylli.

Í skímu nćtur skreiđ hann inn
í skuggalegan bćinn.
Slunginn beiđ međ slef á kinn
ţá slćr og gaular maginn.

Biđlítill viđ búriđ hékk
ţađ beygir hungriđ sára.
Upp ađ tunnum ćstur gekk
óhrćrt skyr sást klára.

En núna trítlar tískuhró
sem tređur sig í kjólinn.
Hann kallar bara hó hó hó
og hristir búk um jólin.


Sjá fleiri Jólasveinavísur


Undrahundur

Lög ei grunda, grey í Eyjum
ţví glundrast blundur meira.
Ţar ergjast lundar enn í peyjum
og undrahundar keyra.
mbl.is Hundur ók á bíl í Eyjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skíma sólar

Skíman er skrítin og dauf
skelfing er lítill kraftur.
Fölgul og fjörlítil rauf
fljótlega leggur sig aftur.

Ljóđagerđ

Ljóđagerđ er listugt fag
ljótt er ţađ.
Ekkert mun ég yrkja í dag
eđa hvađ?

Jóla köks

Búinn ađ baka eftirfarandi:

Karamellu- og kókostoppa
kjarna hafradrauma
Loftkökur og lakkrístoppa
ljósbrúna randastrauma.

 Tounge

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

103 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 54158

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband