Leita í fréttum mbl.is

Veđur

Er hverfur fögur fjallasýn,
fjúka tré og trambólín,
ćđir sjór og áin hvín

- ýmsir ţamba brennivín.


mbl.is Viđvörun vegna hvassviđris og úrkomu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ískaldur

Ef ég fengi ískaldan
ei ţađ lasta getur:
Ţví bláköld ţykir brimaldan
en bjórinn hressir betur.

Fótboltalimrur

Glćsileg ţykja mér spörk um gras,
en glatađur ţótti mér Casillas,
er ítalskt kom spark,
og spólađist í mark.
En Spánverjum reddađi Fabregas.

Hugnađist mörgum, meir herpes
ţađ heyrđist um tanga og annes.
Svo urđu til ljóđ
um ljósku og fljóđ.
- Lélegur ţykir hann Torres.


mbl.is Spánn og Ítalía skildu jöfn (Myndir)
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Viđ sjóinn

Kliđur sjávar krćsin lykt
köll í máfapari.
Í fjöru ráfa, flćđir kvikt
viđ fćtur skrjáfar ţari.

Sjaldan er ein stakan stök

Eykst nú skjól og skćrar sól
skín - á hól sést kíkja.
Vorblíđ gjólan vekur ból
senn vaknar sólarskríkja.

--

Svitnar jarđarsćng í hlýju sólarbađi.
Ljósrauđ blóm í léttu stređi
lyftast upp úr moldarbeđi.

--

Sókndjörf ţjóđin sýnir brest
og sífellt ţyngist fár.
Hún veđsett hefur hrognin flest
í hundrađ nćstu ár.

--

Rjóđ er ţjóđin rám af ţráa
rislágt fólk.
Gróđa ljóđur gerir bláa
gula mjólk.


Bárudans

Veturliđinn vćr međ strönd
vaggar kviđ á báru.
Upp og niđur öldurönd
ólmur miđar gáru.

Á hafsins ţúfum hefur vald
hátt á skúfi dvelur.
Í gegnum úfinn öldufald
efstan kúfinn velur.

Bárur krappar brýtur hann
bylgju stappar glađur.
Berst sem tappi, bylgju rann
blikinn drapplitađur.

Upp ađ skör vill ćđur ná
enn til fjörs og náđa.
Blessuđ kjörin batna ţá
en byrinn för mun ráđa.

Frekjuköst

Oft er hefndin algjört möst
en einnig regin villa
ţví fýlutripp og frekjuköst
fara jafnan illa.
mbl.is DFFU hćttir viđskiptum viđ Ísland
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veđriđ

Bolur, peysa, brók og húfa
bráđnar klaki, svitnar brá.
Veđriđ lćtur líkt og ţúfa
lćgđ og hćđir skiptast á.

Grásleppan

Grásleppan sem grásprengd ull
er glćsileg og hrjúf.
Í Kína verđur krás og gull
og kokkuđ ansi ljúf.

RC Kóla

Ekki vil ég um ţađ góla
enda normal mađur.
En ef ég fengi RC Kóla
yrđi ég sćll og glađur.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

103 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 54158

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband