Leita í fréttum mbl.is

Skýin

Skýin hnykla skanka slæg,
skvetta'og stikla'á borðum.
Lemja, sprikla'og þinga þæg,
á þaksins lyklaborðum.

Formannavísa

Bátur áður skreið við sker
skalf þá krepptur hnúi.
Landkrabbi nú orðinn er
aumur Höski Búi.

Suddinn ruddalegi

Nú liggur suddi landi á,
lænur nuddar tregur.
Fölur tuddinn finnst mér þá
fjári ruddalegur.


Klakabrynjusyndir

Vaknar skynjun, skugginn fer
skýrast kynjamyndir,
er klettar stynja, kasta'af sér
klakabrynjusyndir.

Fannhvít mjöll

Tómir keppir trítla völl
töðu seppar bíta.
Frelsið hneppir fannhvít mjöll
frerar teppið hvíta.

Fjöruferð

Í fjöru prúðan sáum sel
sæta hrúðurkalla,
klakarúðu, krummastél
og kuðungssnúðinn snjalla

Þaksins blámi

Enn er dagsljós ansi tregt
enn hér flaksast grámi.
Vor senn saxar vinalegt
vex þá þaksins blámi.

Ormahausar

Ormahausar upp nú gá
ísa fraus ei moldin.
Kolla hnausa kíkja á
klakalaus er foldin.

Sólarglennan falda

Grátt er hennar himnasvið
hrá er tvennan kalda.
Sjórinn rennur saman við
sólarglennu falda.

Birkikjarrið

Þó að myrkrið mari grátt
og magnlaust virki barrið.
Von er styrk því vorið brátt
vekur birkikjarrið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

103 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband