Leita í fréttum mbl.is

Beinaber

Í hríð og sagga hungrið sker
mót hreti gaggar tófa.
Í rjúpu þaggar beinaber
breitt þá vaggar rófa.

Á bárum kröppum

Fuku tárin toppi af
tær af gárum knöppum.
Ljúft í fjára fugl samt svaf
fýll á bárum kröppum.

Við Flóann

Gutlar Eyjan gul á brá
glymur tregi kletta.
Flekkótt þegja fjöllin há
við Flóann spegilslétta.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þaraflóin

Lognið dró um loftið slóð
lykt af sjó og þara.
Þæg á klóarþangi stóð
þaraflóin - Klara.

Hænufet

Sólin mer burt hrím og hret
hreinsar gler af legi.
Um himin fer hún hænufet
hærra á hverjum degi.

Teistur

Stíga teistur tæran sjó
í tunglsins neista snauðum.
Sækja'og kreista sjávarfló
í sokkaleistum rauðum.

Við laupinn

Át í móðu iðrin flest,
augun blóði hlaupin.
Á klettahlóðir hrafninn sest
hreinsar slóð við laupinn.

Þursaglampi

Guðir trampa, skjálfa ský
skvetta svampar tárum:
með þursaglampa'og þrumugný
og þarmakrampa sárum.
mbl.is Þrumur og eldingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólarglíman

Sólin glímir vetur við
vill hans grímu naga.
Bræðir hrímið, leggur lið
lengir skímu daga.

Þræsingur

Öskrar rok sem rammur þurs
regnið mokast yfir.
Rýkur þokan þvers og kruss
þræsings fokið lifir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

103 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband