Leita í fréttum mbl.is

Dýrðarsöngur

Víst er svo að værðargöng
vildi'ég glaður arka
og hlusta'á drottins dýrðarsöng
djúpt úr orðubarka.


Yrkisefni

Þó að ríði hríð í hlað,
hlaupi víða stormur að,
æði stríður vindur vað,
vil ég síður yrkja'um það.


2014

Hjallar láku, svikin sór
svíðings stjórnarfárið.
Allar leiðir fjandans fór
fúla sísta árið.


Ráð við fylgistapi

Ef fylgið minnkar flokki hjá
flókin virðist klemma
og fréttir gerist fúlt að sjá
þá fjölmiðil skalt skemma.


mbl.is Spurði hvort eitthvað væri að vörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherraráð

Ef þungt er bókhald, þraut er enn
þrifkonur skalt reka,
en gott er að eiga aðstoðarmenn...
ef eitthvað þarf að leka.


Staka um veðrið

Hríðarbylur mæðir menn
margur ákaft blótar.
Skaflavélin skröltir enn
skúlptúrana mótar.

Stefnan

Stundum virðist stefnan greið
straumur fleyið burt vill draga.
Ef augnablik þú berst af  leið
best er áttir fljótt að laga.

Ort síðla kvölds

Ekki þarf að orðlengja né um það mala,
bulla, masa,tefja, tala
teygja lopann, röfla, hjala
góða nótt mín Gunna Vala

Af gömmum

Nú opna menn auðkennishlið
og ætla að strjúka sinn kvið 
en hýenur glotta
hlægja og spotta
því gammarnir vorum víst við

Heilræðavísa

Ef þú nemur annan hreim,
sérð augun grimm,
nefið finnur nýjan keim...
og nótt er dimm:
Þá opna skott og eyddu þeim
með MP5.


mbl.is Full þörf fyrir vopnaða lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

111 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband