Leita í fréttum mbl.is

Stefnan

Stundum virðist stefnan greið
straumur fleyið burt vill draga.
Ef augnablik þú berst af  leið
best er áttir fljótt að laga.

Ort síðla kvölds

Ekki þarf að orðlengja né um það mala,
bulla, masa,tefja, tala
teygja lopann, röfla, hjala
góða nótt mín Gunna Vala

Af gömmum

Nú opna menn auðkennishlið
og ætla að strjúka sinn kvið 
en hýenur glotta
hlægja og spotta
því gammarnir vorum víst við

Heilræðavísa

Ef þú nemur annan hreim,
sérð augun grimm,
nefið finnur nýjan keim...
og nótt er dimm:
Þá opna skott og eyddu þeim
með MP5.


mbl.is Full þörf fyrir vopnaða lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagáta:

Upp á dæmin ýmis sannast.
Oft á skyggja prestar.
Lárétt við þær línur hrannast.
Lækna gjarnan pestar.


Skattabreytingar

En ef þér finnst þú eins og flón
og aumur hrotti.
Þú hrærir bara hafragrjón
í heitapotti.

Landslag

Landslag dofnar, bleikt er ból
og blánuð sýnd.
Fagurrauð er feimin sól
en fjöllin týnd.

mbl.is Mikil gosmengun í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goga

Dillar sér og dansar vært
í draumabláu gasi,
í gosmekkinum glitrar skært
Goga Ashkenazi.

Líkur á skúrum

Það finnast oft bökur í búrum
og brækurnar hanga á snúrum.
og ef þú átt bíl
og annast af stíl
þá aukast víst líkur á skúrum.

Haustið

Haustsins vindar kyssa kinn og hverfur leti,
berin öll að bólgnu fati,
bísna vel ég held þau rati.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

247 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband