Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar stökur

Arnarnesingar hyggjast lćsa ađ sér:
 
Íđilfagra Arnarnes
yndislegt og mikla
harđlćsum nú hliđum vés
og hendum síđan lykla.
 
Eftir jól:
 
Ţó ađ ţađ sé nokkuđ nćs
ađ nćra sig um jólin,
kann ađ heyrast kröftugt dćs
er kemur aftur sólin.
 

Áriđ:

Sannleikur er sirka klár
ţó sífellt efinn nagi:
Var ţađ líkt og önnur ár
- yfir međallagi?

 

Nýr forseti:

Nú er aftur vođinn vís
varla finnst ţá paradís
Gleđin hverfur, hjartađ frýs
hćttir bráđum Óli Gríms.
 
 
 

Svartţröstur

 
Í kulda sit ég fuglinn fagur 
feiminn ţröstur svartur.
Ó ađ ţađ kćmi aftur dagur
allur hlýr og bjartur.
 
Međan ég viđ barrnál baksa
bćtir enn í myrkur,
lengjast skuggar, skaflar vaxa
skímu - minnkar styrkur
 
En ţó ađ ég sé mćddur, móđur
og muni raunum flíka.
Ţá kemur seinna sćla'og gróđur
og sólin bjarta líka.

Kuldastökur

Élin lemur kalda kinn
kalt er nef og haka.
Veđriđ ćlir enn um sinn
ís og blautum klaka.

Frerablómin blómstra dátt
blöđin kuldinn skerpir.
Hafnarfjalliđ fölt og grátt
fötin ađ sér herpir.

 


Lífsins vítamín

Í krísu getur kvćđamergđ
kreist fram brosin fín,
ljóst er ţví ađ ljóđagerđ
er lífsins vítamín.


Hryllingsvísa:

 

Varúlfur ţú vilt mig rífa'í sundur
verđi tungliđ alveg fölvagult,
Samt er eins og í ţér sé smá hundur
ef ađ tungliđ birtist trauđla fullt.


Vetur

Blómiđ kćfir kafaldsglýja
klessist snćviţakin jurt.
Angur svćfir andlit skýja
er ţau ţćfast hrakin burt.


Pólitísk staka

Ţó oft sé mikill munur á
milli hćgri'og vinstri.
Flokksgćđingar flestir ţrá
ađ fylgja sama mynstri.


Steindór Andersen heiđrađur

Steindórsbragur

Hér skal formanns flytja brag
fljóđ og drengir, ţögnum.
Međan stormur leikur lag
ljóđagengi fögnum.

Okkar Steindór Andersen
oft finnst best ađ kveđa.
Aldrei greindist andans slen
viđ orđin sést ei stređa.
 
Röddin hefur mikinn mátt
myndi rjúpu passa.
Undir nefi geymir gátt
geysidjúpan bassa.
 
Ţegar Iđunn sigldi sćt  
sveitt um lúđumýri,
ást og friđur allt allright
einn hélt prúđur stýri
 
Í pípu sína tóbak tróđ
tefldi djarft viđ Kára.
Kvađ svo fínust fćraljóđ
flóđsins svarta bára
 
Ef á miđum upp hann rauk
yfir drćgist strangi.
Á landleiđ Iđunn öldur strauk
oft á hćgum gangi.
 
Loks er masturs settist sól
sá vill frćđin kanna.
Settist fast í formannsstól
fornra kvćđamanna.
 
Hagyrđingar frekar fátt
fá til skós og klćđa.
En snjall hann syngur sönginn dátt
Sigurrósarkvćđa.
 
Veggi ennţá klifrar knár
karl á ţökum tiplar
Hvergi rennur, hvergi sár
hvergi‘á tökum skriplar.
 
Ţó karl sé hress viđ bland og bús
best skal nefna‘og rýna:
ađ milli ţess hann knúsar krús
hann knúsar Hrefnu sína.


Í Ţorskafirđi

Víđa kólnar vetrar senn
visna lendur kaldar.
Í Ţorskafirđi ţrauka enn
ţrettán sprćkir tjaldar.


Ţegar rignir

Ţegar rignir, rýkur aldan
rokiđ skemmir svefn og vöku
Ţá er fínt ađ fá sér kaldan,
fínan mjöđ og yrkja stöku.
 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 53906

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband