Leita í fréttum mbl.is

Um yrkingar

Ég mun yrkja ekki neitt
alltaf best ţađ hentar,
ţví vísur geta flötinn fleytt

fleygar eđa lentar.


Morgunvísa

Úti fannir fjúka
fjalla milli gátta.
Morgunskitan mjúka
mćtti klukkan átta.

Vísa

Líđa'um himinn lagleg ský
ljóst á köldum vetri.
Ţessi vísa verđur ţví 
varla mikiđ betri.

Námsmenn

Ţingmenn oft skrönglast á skjánum
međ skruddur og glósur á hnjánum
ţví vćri ţađ best
ef vćru ţau flest
á verđtryggđum námsmannalánum.


Kvein frá Kvíabryggju

Fréttamenn nú fóru'á skriđ
föngunum ţeir breyttu'í smiđ.
Höfđu margt í hyggju.
 
Stöđ 2 mun samt standa viđ
stórkostlegan dagskrárliđ:
Kvein frá Kvíabryggju.

Nýmóđins

Gott ráđ skjótt mun gefast ţér
gaur ef ert í baksi
já bráđum mun víst birtast hér
bréf í telefaxi.
 
Ef tölvusóttin veikir vél
svo verđi jafnvel miski:
Gögnin skalt ţá geyma vel
á gráum floppídiski.

Nokkrar stökur

Arnarnesingar hyggjast lćsa ađ sér:
 
Íđilfagra Arnarnes
yndislegt og mikla
harđlćsum nú hliđum vés
og hendum síđan lykla.
 
Eftir jól:
 
Ţó ađ ţađ sé nokkuđ nćs
ađ nćra sig um jólin,
kann ađ heyrast kröftugt dćs
er kemur aftur sólin.
 

Áriđ:

Sannleikur er sirka klár
ţó sífellt efinn nagi:
Var ţađ líkt og önnur ár
- yfir međallagi?

 

Nýr forseti:

Nú er aftur vođinn vís
varla finnst ţá paradís
Gleđin hverfur, hjartađ frýs
hćttir bráđum Óli Gríms.
 
 
 

Svartţröstur

 
Í kulda sit ég fuglinn fagur 
feiminn ţröstur svartur.
Ó ađ ţađ kćmi aftur dagur
allur hlýr og bjartur.
 
Međan ég viđ barrnál baksa
bćtir enn í myrkur,
lengjast skuggar, skaflar vaxa
skímu - minnkar styrkur
 
En ţó ađ ég sé mćddur, móđur
og muni raunum flíka.
Ţá kemur seinna sćla'og gróđur
og sólin bjarta líka.

Kuldastökur

Élin lemur kalda kinn
kalt er nef og haka.
Veđriđ ćlir enn um sinn
ís og blautum klaka.

Frerablómin blómstra dátt
blöđin kuldinn skerpir.
Hafnarfjalliđ fölt og grátt
fötin ađ sér herpir.

 


Lífsins vítamín

Í krísu getur kvćđamergđ
kreist fram brosin fín,
ljóst er ţví ađ ljóđagerđ
er lífsins vítamín.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

118 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband