Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2021

Nokkrar stökur

Síðla veturs:

Vekur jurtir, vermir grund
vor í byrjun Góu.
Ég held að eftir hálfa stund
heyrast muni í lóu.
 
Hnígur volgur hnjúkaþeyr,
hneggja fákar glaðir.
Kvoðnar niður klakinn meyr,
klökkna fannatraðir.
 

Vorvísur: 

Nístir kul í norðanátt,
nötrar fölgul sinan.
Von er heit að víki brátt,
vonlaus kuldahrinan.
 
Sækir að þá sunnanátt,
svörðinn regnið vætir.
Grænka hólar hátt og lágt,
hlýjan fugla kætir.
 

Gaypride:

Fráleitt tel til falsvonar
að fjölbreytnin hér blífi
og allir geti allskonar,
unað sínu lífi.
 

Sumarfrí:

Svif ég inn í sumarfrí,
sæludaga.
Gælir við mig golan hlý,
grasið naga.
 

Haustdagur:

Styttast dagar, fölnar fold
fjársins kólna trýnin.
Lopapeysur hylja hold
hverfa trampólínin.
 

Munurinn á kúk og skít: 

Flokka mestallt má með lykt
-það margir ná að feika.
En blautleiki og breidd og þykkt
býr til glæsileika.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband