Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019

Jólatrésríma

Öxin brýnd og yndæll friður,
arka ég um skógarnefnu.
Full er gleði, fullur kviður,
fagna laus við átt og stefnu.

--

Við hæga göngu maginn mallar
maltað viskí nærir kroppinn,
skyndilega skítur kallar,
skal ég núna finna koppinn.


Ljóst að hérna birtist brúni,
bráðum saurgast snjórinn hvítur,
undir fögrum fannardúni
falinn verður ljósbrúnn skítur.


Hann er nokkuð hlýr og mjúkur
hann mun bræða snjóhuluna.  
Hreinn nú litast hvítur dúkur
heyrist lágvær gleðistuna

.

Skógur ilmar, fuglar flýja
flæðir snæviþakin drullan.
Yggla sig nú andlit skýja
og þau hylja Mánan fullann

--

Finn að lokum fagurt grenið
flott er tréð með beina stofna.
Heim ég fer og hverfur slenið
hlýtt er rúm, ég glaður sofna.


Ketkrókur

Í nótt kemur ketkrókur

Dökkt var klæðið, dökk var lund,
dökkur birtist klókur.
Með boginn staut um stein og grund
stiklaði Ketkrókur.

Sagt var um þann ónytjung,
að ýfði hungurs tregi,
í ketið óx oft þráin þung,
á Þorláksmessudegi.

Hörku gómsætt hangiket,
hafði sérhver kompa.
Fólið stautinn langa lét
líða niður strompa.

Þjófóttur með gruggugt geð
gerði illt með poti.
Drungalegt sem dánarbeð
varð dagurinn í koti.


---

En núna sveiflar sínum krók
syngur lagleg kvæði.
Þægilegur þambar kók
þykir snilld og æði.


Veðrið

Kári blæs nú helst til hast,
hrjúfar skrapast kverkar.
Rámur hvæsir, hringsnúast
hryðjur kaldar, sterkar.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband