Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Árni Gestson

Hér yrkir Árni um Jörund bróður sinn, en hann var að vinna á Borðeyri í kringum Jólin eitt sinn:
 
Jörundur í læralaut
lagði sínum tólum
Einu barni í Önnu skaut
annan dag í Jólum.
 
Hér yrkir hann svo um einhvern annan bróður sinn, sem ég man ekki  nafnið á:
 
Eðlilegan ávöxt bar
allra fyrsta tækifæri
Af því hann að verki var
vinstra megin við hægra læri.
 
Svo skaut sýslumaður hund og Árni orti:
 
Það var eitt sinn tryggðartík
tíkina átti Gísli.
Tíkin var svo tófu lík
að tíkina skaut hann sýsli.

Íslenskir vetrardagar

 

Snjórinn tætist tvist og bast,
tekur við smá logn, svo kul.
Einnig rigning, rok og hvasst,
rís loks fögur, sólin gul.

Frostburknar

Í morgun:

Út úr bílnum illa sá
mér elsku vinur, trúðu,
því frammí uxu frjálsir þá
frostburknar á rúðu.


Kuldi

Frostrós brynnir, kuldakast
kelur skinn á sveini,
nartar kinnar, nagar fast
nístir inn að beini.


Litla hagyrðingamótið og áramótastaka

Göngumaður ansi oft
er utanvega.
Yndislegt er útiloft
og útilega.
 
Mjúkan snjó og myrkrið svart
skal meta og vega.
Nauðsyn stundum einnig er
smá innilega.
 
Fjölgun okkar er ei grín
og eykur trega.
Samt er ávallt ansi brýn
smá uppilega.
 
-----
 
 
Allt er núna orðið hreint
áramótadraslið.
Hríðin, landið hefur skeint
hefst nú kuldabaslið.

Til Jóa Gunna

Dökkt er yfir Drang og Flóa
deyfa himinn skýin grá.
Kaldir vindar væta móa
vökna fellin stór og smá.
 
Í stríði og friði stendur meyjan
sterkbyggð verndar fjörðinn þinn,
faðmandi er fagra Eyjan
í fögrum kjól og þerrar kinn.
 
Í fjarska þagnar fuglakliður
frændi, þú varst okkur kær.
Helgur sé þinn hinsti friður
hjartans kveðju sendir Bær

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband