Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Herra Jón

Oft er stakan impressjón,
eða kitlar perversjón,
en skakkt er aldrei skapalón
er skáldar leirinn herra Jón.

Hrossagaukar

Sólin fossa brýtur bönd,
býr til hnoss á lauka,
sveiflar koss frá sjónarrönd,
á svanga hrossagauka.


Meitill

Um steina seytlar lækur létt
í leyni dreitlar fljótið
harðir eitlar nagast nett
niður meitlast grjótið.


Gott að búa í ...

Er ég teiga ölin ný
oftast tæmist brúsi
best er því að búa í
bruggverksmiðjuhúsi.

Vorar senn

Vindar þöndu þurran ís,
þæfðu vöndinn frosna,
kældu lönd og klesstu hrís,
en klakabönd senn trosna.


Tvær hringhendur

18.3.2013

Vorið bankar vetrarskúr
visin plankabrotin,
blómin ranka roti úr,
rísa þankabrotin.

17.3.2013


Næturhjal um himnaljós
hrífa malið barna
ljós úr dvala lýsir ós
lítil halastjarna.

16.3.2013

óort


Lögurinn

Undan skerjum ísaldar
aftur sneru  blómin.
Nú endurgerðar ískaldar
öldur berja lóminn.


Lágfótan

Skott við gjótu hringar hljótt,
hvíta snótin fagra,
er lagði'í grjótið, lífsins þrótt,
lágafótan magra.


Skjalda

Engan skaða Skjalda ber
þó skíta hlaðist turnar.
Glöggt úr taði gá að sér
grænar blaðsíðurnar.


Lóan

Leikur blærinn ljúft við kinn,
lóan hlær á engi,
berast tærir tónar inn
tjaldur slær á strengi.


Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband