Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Jón

Finnst mér nú að fækki tjónum,
fagnar bragareyra,
ef að lífið aldrei Jón um,
ætlar meir að leira.

Vorstemming

Loftið marar fuglafjöld
fljúga skarar tjalda.
Lifnar fjara, kvikt er kvöld
kliði svarar alda.

Vorsól

Víkur myrkur, vorsól skín
vex því styrkur stráa .
Unað virkjar, eykur sýn
ilmur birkitrjáa.

Vorstemming úr Frónardal

Ég sé svala svífa hjá,
svikavali fljúga,
hratt um dal með bönn í brá,
blóðið þvala sjúga.

 


Dreggjar

Veturs dreggjar væta hyl
vatnið heggur síðu,
klettaveggur kastar til,
klakaskeggi síðu.


Skítasokkur

Snjórinn hvítur hylur jörð,
hreinn þá lítur skrokkur.
En verður lýti loks á svörð
líkt og skítasokkur.

Harðir skaflar

Hríð að nafla niður spjó
nokkra skafla harða.
Blés af afli, bærði snjó
bældi hrafl og garða.

Lopavettlingarnir

Hríðin fléttar freragrund,
frostið sléttar tjarnir,
mér þó létta líf um stund,
lopavettlingarnir.

Nokkar hringhendur

1.3.2013

Bólstraskýin brasa tóm,
ber þau rýja tindar,
upp úr dýi dafna blóm,
dansa hlýir vinar.

2.3.2013 

Óort

 

3.3.2013

Nú er Kári nývakinn,
með náhvítt hár og bauga,
ennþá sárar klípur kinn
og kreistir tár úr auga.



4.3.2013

Ef þu hlustar, heyrast köll
hrafninn dustar bakið
Vindur burstar vetrarmjöll
vængir gusta lakið.


« Fyrri síða

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

325 dagar til jóla

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband