Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Askasleikir

Undanfarin ár hef ég bætt við einni og einni jólasveinavísu - nú er komið að Askasleiki. 

Treg var vitund,  tóm var vömb
trylltur hljóp af fjalli.
Í dalnum engin lítil lömb
lund í hungursfalli. 

Inn í bæinn arkaði
eftir náttmálsstundir.
Hryllingsbúkinn harkaði
höfðagafli undir

Hungrið særði sálartóm
sveinninn var í hnjaski.
Feginn sleikti gráan góm
er greip í brún á aski. 

Inn í bæ var dökkt og dimmt
draugaverur flæmdust.
Hund og kött hann kvaldi grimmt
kaldir askar tæmdust.

En núna kankvís krunkar hann
sem kanna upp á stólnum.
Þekkir allvel boð og bann
í blómarauðum kjólnum.

Sjá fleiri Jólasveinavísur

Askasleikir er jólasveinn númer sex í röðinni. Fyrr á öldum, þegar fólk mataðist enn úr öskum, faldi hann sig gjarnan undir rúmum. Þegar askarnir voru lagðir fyrir hunda og ketti til að leyfa þeim að sleikja, varð Askasleikir fyrri til, krækti í þá og hreinsaði innan úr þeim (af jolamjolk.is).


Lífsreglur

Lífsreglurnar eru ekki flóknar sem ég set synunum, sem eru þriggja ára:
 
Ekki klípa, ekki bíta,
ekki lemja,
ekki sparka, ekki spýta,
ekki kremja.

Þeir fara reyndar ekki alltaf eftir reglunum

Jólaundirbúningurinn

Þetta sagði frúin mér að gera - ég er ekki búinn að þessu öllu.
 
Hús skal svampa hátt og lágt,
hangiframpart reykja,
kaupa lampalýsið hrátt
og ljós með glampa kveikja.
 
Lesist með norðlenskum framburði.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband