Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Næsta rannsókn:

Hreinsið ykkar heilakvörn
hratt í okkar þágu.
Nú skal finna nýja vörn
við nýfrjálshyggjuplágu.


mbl.is Leyndardómurinn bak við engisprettuplágurnar fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofnbakaður pastasósufiskur

Hér er einföld uppskrift að rétt sem ég mallaði þegar ég nennti ekki út í búð að versla hráefni (átti þetta allt til í ískáp og frysti), uppskriftin ætti að vera nóg fyrir sirka 2-3.

Hráefni:
2-3 ýsuflök (fer eftir stærð flakanna, má eflaust vera þorskur sem mér finnst persónulega betri fiskur).
Pastasósa úr dós (skiptir örugglega engu máli hvernig sósa, allt eftir smekk)
Hrísgrjón
Ostur

Meðlæti, allt eftir smekk. t.d. kartöflur, hvítlauksbrauð, pasta, grænmeti.

Sjóða hrísgrjón (rúmlega botnfylli í eldfast mót), skera fiskinn í bita og setja ofan á, dreifa pastasósunni yfir og ost ofan á. Baka í ofni við 180-200 gráður í sirka hálftíma.

Þetta er enginn þurr fúll lax
þetta er fínt á diskinn.
Piltur! Kona! Prófið strax
pastasósufiskinn.


Vandinn úr sögunni?

Veski mitt er varla þykkt
-vesælt hljóð í pyngju.
Núna finn ég fúla lykt
úr frjálshyggjunnar dyngju.


mbl.is Gera of mikið úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðsagan um Fjalla-Hreiðar

Fjalla-Hreiðar á fjall sig dreif
með fé sitt allt
í víking fór þar vesæl kveif
með vit sitt snjallt.

Fjalla-Hreiðar upp fjall sig dreif
með fé sitt allt
með bólgið veski bjartsýnn kleif
bergið svalt.

Fjalla-Hreiðar um fjallið dreif
með fé sitt allt
upp á toppnum enn sést veif
ansi kalt.


mbl.is Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég hefði gert slíkt hið sama:

Hefði ég fært allar mínar eignir yfir á mína konu í aðdraganda hrunsins, þá hefði frúin staðið stórskuldug eftir.
 
Hérna enga dreg ég duld
að daginn sem kom kreppa;
ég reyndi'að færa risaskuld.
-Hún rétt svo náði'að sleppa.
mbl.is Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kisi og hvutti

Ég samdi vísur um Geir (hvutta) og Davíð (kisa) í desember, veit ekki hvort nokkur var að skilja það á sínum tíma, það var svona:

Kötturinn og varðhundurinn

Lasburða nú lýður pælir:
hví læðist ennþá köttur hér
sem fúlum hnökrum úr sér ælir
yfir gólf og spreyjar smér.

Varðhundur með votann hvarminn
vætir þegjandi sitt ból.
Sem lítil mús hann hylur harminn
í holu finnur lítið skjól.
 
Já hann vill miklu frekar flótta
og fela mörg sín leyndarmál.
Kannski'hann finni kisu ótta
krauma djúpt í sinni sál.

mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskinn hann Einar

Stjórnmálaskýring um þennan leik Einars K.

Til að allt myndi ganga upp þá þurfti hann í fyrsta lagi að velja rétta beitu og vona að Vinstri Grænir myndu bíta á agnið:

Einn á veiðum úti lá
já Einar var á skaki.
Þeir bitu hvalabeitu á
með beittu föstu taki.


Svo þurfti hann að vona að Vinstri Grænir myndu busla það mikið að aðrir fiskar yrðu þess varir og myndu einnig festast á krókinn:

Lítil fór um lúðan æst
leitaði að færi.
Bráðin varð þá beitan næst
þótt biturt agnið væri.


Nú er þá bara spurning hvort Einar nái að landa bráðinni eða hvort Vinstri Grænir og Frjálslyndir sleppi af króknum og fari að hugsa um hag almennings en ekki þennan tittlingaskít.


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andhverfuvísa

Nú brýt ég fast heilann og meitla úr minni
minningu'um orðanna höggun.
Þá mótmælin urðu að andhverfu sinni
algjörri meðmælaþöggun.


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarpúlsinn

Það er augljóst að ríkisstjórninn er með puttan á þjóðarpúlsinum eða þannig

Hríðin magnast, horfin þjóð er
úr hugarstillum.
En Siggi Kára bjór vill bjóð'ér
úr bónushillum.


mbl.is Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þæfingur

Þetta var ort í gær

Oft það vill hér okkur henda
að ýmsir kjósa mál að svæfa.
Þeir vilja á allt annað benda
um ESB og framsókn þæfa.


Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 53502

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband