Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Hamingjulag

Ég samdi texta við lag Jóns á Hrófbergi, sem hann sendi inn í samkeppni um hamingjulag Hólmvíkinga.

Hamingjudagur.

Himinninn er heiður græn er jörð
hreyfir varla sjó við Steingrímsfjörð.
Út við kletta buslar kópur dátt
í Kálfanesi vellur spóinn hátt.

Með spóanum við syngjum gleðisöng
sólarmegin göngum dægrin löng.
Þú og ég við elskum þetta lag
og þennan fagra hamingjunnar dag.

Í góðra manna gleðifans
gaman er að þessum dans,
stanslaust glymur stuðið hér,
stíga vil ég spor með þér.

Þúfudansinn síðan sýni þér
seinna þegar dimmir hér.
Slá þá saman hjörtun hátt,
hlægja mun þá spóinn dátt.

Nokkur kvæði

Vöxtur lamba og verðbréfa:

Verðbréfanna vöxt af stað
vorburðurinn gerði.
Hluta-féð að hausti það
hríðfellur í verði.

Vorstemming:

Stundir bæta skemmta skúf,
skreyttar kríur fljúga.
Grundir hoppa leikin ljúf,
lömbin júgrin sjúga.

Þetta má lesa afturábak enda sléttubönd.

Bjartsýni:

Fínn er dagur, fagur mjög,
fögnum vorsins skímu.
Syngjum bráðum sumarlög
og semjum góða rímu.

Haust að vori

Snælduvitlaust snjóar hér,
snúðug er vorsins glenna.
Grillið svölum útá er,
og í kaf mun fenna.

Vorið það er vitsins laust,
vindur raddbönd þandi.
Snemma núna hlær nú haust,
hryssingslegur fjandi.

Bakvið haust við blasir vor,
brátt því eykst hér kraftur.
Með ljúfur tónum léttast spor,
er lóan syngur aftur.


Andinn og holdið

Nærbuxnaleysi er nýljóðum merkara,
í næturhúmi.
Upprisa holdsins er andanum sterkara,
upp í rúmi.

Nakið holdið nærir andann
í næturhúmi
vaknar þráin, vekur landann
í vatnsins rúmi

Vorvísa

Grænkar soldið grassins strá
gróðurfoldin loðna.
Ilmur moldar eykur þrá
aftur holdin roðna.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband