Leita í fréttum mbl.is

Örfáar stökur

Nokkrar stökur sem hafa safnast saman undanfarna mánuði: 

Þorri:

Þó að kaldur Þorri sé
þiðna ég á blótum.
Súrar klaufir, sviðin hné
sinar ét af fótum.

Þegar sé ég þorrafat
þá verð ég mjög æstur.
Ginið opna, gleypi mat
góður er hann kæstur.
 
Hertur, reyktur, saltur, súr
sviðinn mat ég kyngi.
Fer í Þorra ketókúr
kátur þó ég spryngi.

Hálf sléttubönd:

Kraftur brestur latur les
línur þessar aftur.
Aftur þessar línur les
latur brestur kraftur.

Vísnagáta 1 (tilgáta að svari velkomnar í athugasemdum):

Veldur ísköld vetrarnótt,
vír úr teini grönnum,
læsir hurðum hart og mjótt,
hörð er böl í tönnum.

Lífskjarasamningur

Loksins komu kjarabætur
krydd er nú á fiski.
En hótelstjórinn hávært grætur 
í humarinn á diski. 

Vísnagáta 2 (tilgátur að svari velkomnar í athugasemdum):

Garp í grundu neyðir,
geymast krakkar reiðir,
vel hann gjarnan veiðir,
vætu framhjá leiðir.

Ærslabelgir:

Oft í miðju martraðar,
myndir ljótar detta,
er upp úr grasi allstaðar,
ærslabelgir spretta.

Júní:

Góð er tíðin, grænkar hlíð og gljúfrin víða.
Júníblíða, brumin prýða,
blómin fríðu landið skrýða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband