Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Hringhendur 2013

Sólarglennan falda

Grátt er hennar himnasvið
hrá er tvennan kalda.
Sjórinn rennur saman við
sólarglennu falda.

Birkikjarrið

Þó að myrkrið mari grátt
og magnlaust virki barrið.
Von er styrk því vorið brátt
vekur birkikjarrið.

Vetrarmuggan

Vetrarmuggan buslar blá
bærir ugga sína.
Sjóinn gruggar, syndir hjá
svævir huggun þína.


Sinustrá

Ó sólskinið er svo tregt
yfur dynur hula
Af því stynur stæðilegt
stráið sinugula.


Ógildur vetur

Vetur gildan gerði sig
gróðurspildur huldi.
Nú brosir mildur, bræðir þig
burt er sigldur kuldi.


Bansett

Bansett rigning glymur glöð,
grenjar tignarlega.
Nú er lygnan heldur hröð,
hríslur svigna'af trega.


Þögnin rofin

Kliður sjávar klingir ögn
kalla mávar sunnar.
Við öldurjáfur rýfur þögn 
rómur hávellunnar.


Jakahrönnin

Hrafninn þjakar hret og frost
hörð nú brakar fönnin.
Goggur blakar glæran kost
grá er jakahrönnin.

Klettadoppa

Bylgjur skvetta bæra stein
bárur nettar skoppa.
Á þarafléttu þraukar ein
þögul klettadoppa.

« Fyrri síða

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband