Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Hringhendur 2013

Vetur

Vetur blæs og nuddar nær
netadræsur hristir.
Kröftugt dæsir, kaldur hlær
klónum læsir, frystir.

Rómantísk haustvísa

Vetur bítur, brýnir nart,
blómstrið þrýtur, sölnar.
Fjöllin hvítna, hrímar skart,
hundaskítur fölnar.

Vell


Dropar skella okkur á
yfir hellast flóa,
kuldinn smellir koss á brá
kólnar vell í spóa.

Til Tedda frænda

Bylgju sogar súgurinn,
silfruð togar gára,
kletta logar kvöldroðinn,
kyssir voga, bára.

Himnarjáfur hristir brá,
hljóðnar mávakvakið,
dropar skrjáfa, detta á,
doppótt sjávarlakið.

Dropar

Himnarjáfur hristir brá,
hljóðnar mávakvakið.
Dropar skrjáfa detta á,
doppótt sjávarlakið.

Veðrið

Veðrið er að venju tvískipt á landinu:

Dropar falla dansa létt,
depurð mallar syðra.
Sólin skjallar klif og klett
og kyssir hjalla nyrðra.

Sveitin hlýnar

Sveitin hlýnar, grænkar gras
geislar sýn á fjörðum.
Á tindum skín á tófugras
og trampólín í görðum.

Tvær stökur að vori

Kuldahrina hrets er frá,
helst nú linast takið,
upp úr sinu æða strá
enn er skinið vakið.

Kletta sólin kyssir enn,
kría'á róli gargar,
beinir njólar blómstra senn,
á blóðið góla vargar

 


Óþjóðlegt

Kannski er það út í hött
og óþjóðlegt á fróni!
En Pizzu, gleypti prýðis, Hut
með pepperóni.

Bleikjufar

Þegar Flóans þykknar brá,
þýfðar glóa öldur:
Inn skalt róa ólgu frá,
svo ei þig krói skjöldur.

Ef að brjóta boðar hátt
ber þá  ljótur fjandi
þú skalt fljóta undan átt
upp að fót á landi. 

Þegar feykja bárur bát,
bólgnar sleikja kinnar.
Fleyttu bleikjufar með gát
færðu leikinn innar.

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

337 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 53501

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband