Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Hringhendur 2013

Vorið kemur

Gróður snjáður beygir bak
bylur dáðir lemur
frá fuglum hrjáðum heyrist kvak
hitinn bráðum kemur.

 


Vellir spóinn

Oft er snjóa eyðast spor,
upp rís móinn tæri,
sól í flóa vekur vor,
- vellir spóinn kæri.

Brim

Blágrænt plagar brimið hert
brýtur skaga, kvika,
öldu kjagar, kollan spert,
kallar svaga blika.

Vetrarhækjan

Fuglar skrækja furðuhátt
frerann lækir saxa.
Vetrarhækjan bognar brátt
blómin kræklótt vaxa.

Vorvísa fyrir Bergþóru

Í hægum skrefum vaggar vor
vill þér gefa köku.
Grænt úr nefi gúlpast hor
glært er slef á höku.


Vetrarfirrur

Vorið pirrar, veður strítt,
vetrarfirrur tíðar,
en lognið kyrra, kátt og hlýtt,
kemur fyrr en síðar.


Vetrartungur

Blása lungu lúðurinn 
leiðum drunga tjaldar.
Fullum þunga væta kinn
vetrartungur kaldar.

Fiðrildin

Fögur hrúgast fiðrildin
flygsur smjúga glugga.
Ætla'að fljúga'á kalda kinn
og kæla drjúga skugga.


Sandlóa

Lítt skalt kvarta kerla smá,
þótt kólni bjartur kútur,
því há og smart er húfan grá,
og hlýr þinn svarti klútur.


Aprílhret

Þó að vetur hrjóti hátt,
hræri flet að vori,
upp úr leti æðir grátt,
aprílhret úr spori.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband