Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stökur

Lóuþrællinn

Þrællinn aumi hengir haus,
heljarþung er byrðin,
regnið bleytir búk og daus
baslar lóu hirðin.


Vor

Núna er víst næstum vor,
nær því brátt að hlýna
og úr nösum hlánar hor
hellt á mottu fína.


Ystu vé

Aflanda við ystu vé,
ýmsra birtist skerfur.
Stundum bara fæðist fé,
fuðrar upp og hverfur.


Um Egil Daða

Á landsins kvæðamannamót
mætti ég án blaða.
En hvergi sést í hægri fót
né haus á Agli Daða.

Lagarfljótið ljúft við brú
liðast ei með hraði.
En hvernig er og hvar er nú
karlinn Egill Daði.

Engan finn og ekkert skil
arka milli staða.
Kominn er í kaffi til
karlsins Egils Daða.


Grímseyjan

Grímseyjan nú grænka fer
glitrar sjórinn blái.
Dásamlegt þar drýpur smér
drjúgt af hverju strái.


Úr útivinnu.

 

Nú vantar kaffi, víst er súr,
von þó löngun finni,
því kaffiilmur kemur úr
köldum sokk úr skinni.


Snúið

Það er puð að eiga aur
og víst nokkuð snúið,
því væri best ef væri staur
allt veslings blessað hjúið.

Mengun í Mývatni

Misjafnt þennan mikla hupp
margur augum lítur .
Í Mývatni nú magnast upp
mannakúluskítur.


Blóm

Vesæl hretin víkja senn
vakna tetrin blóma.
Í köldu fleti áir enn
urt í vetrardróma,


Um yrkingar

Ég mun yrkja ekki neitt
alltaf best það hentar,
því vísur geta flötinn fleytt

fleygar eða lentar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

141 dagur til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 54096

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband