Færsluflokkur: Uppskriftir
30.1.2009
Ofnbakaður pastasósufiskur
Hér er einföld uppskrift að rétt sem ég mallaði þegar ég nennti ekki út í búð að versla hráefni (átti þetta allt til í ískáp og frysti), uppskriftin ætti að vera nóg fyrir sirka 2-3.
Hráefni:
2-3 ýsuflök (fer eftir stærð flakanna, má eflaust vera þorskur sem mér finnst persónulega betri fiskur).
Pastasósa úr dós (skiptir örugglega engu máli hvernig sósa, allt eftir smekk)
Hrísgrjón
Ostur
Meðlæti, allt eftir smekk. t.d. kartöflur, hvítlauksbrauð, pasta, grænmeti.
Sjóða hrísgrjón (rúmlega botnfylli í eldfast mót), skera fiskinn í bita og setja ofan á, dreifa pastasósunni yfir og ost ofan á. Baka í ofni við 180-200 gráður í sirka hálftíma.
Þetta er enginn þurr fúll lax
þetta er fínt á diskinn.
Piltur! Kona! Prófið strax
pastasósufiskinn.
1.2.2007
Kjötsúpa
Uppskrift fyrir tvo í þrjár-fjórar máltíðir (því súpan er best eftir svona tvær upphitanir).
Hráefni:
8 súpukjötsbitar (helst stórir, feitir og góðir)
Salt (eftir smekk)
2 rófur
Einn poki gulrætur (sirka 8-10 stk)
8 kartöflur
Hálft hvítkálshöfuð (notaði óvart eitthvað annað kál og það kom ekki að sök)
Einn lófi súpujurtir
Einn lófi hrísgrjón.
Kjötið sett í stóran pott og vatn sett í rétt yfir kjötbitana. Látið suðuna koma upp, setjið slatta af salti og takið tímann. Skerið niður grænmetið, flysjið kartöflurnar og setjið síðan allt út í eftir sirka hálftíma. Eftir sirka klukkutíma er kjötsúpan tilbúin. Nammi namm.
Sjóddu oftar súpuket,
svaka góður réttur,
grænmeti í gumsið set,
gott þú verður mettur.
Uppskriftir | Breytt 29.11.2008 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2006
Vöflur
Í gær gerði ég vöflur, fékk uppskrift frá Mömmu. Hún þurfti þó að hræra deigið í huganum því hún átti það ekki niðurskrifað.
En svona var það:
5 bollar hveiti
1/2 bolli sykur
1 matskeið vanilludropa (ég minnkaði það í 2 teskeiðar reyndar).
1 teskeið matarsódi
1 teskeið ger
200 g smjörlíki
2-3 egg (ég hafði þau 3)
Mjólk
Smjörlíkið brætt, allt blandað saman og hrært. Mjólkin er notuð til að ákvarða þykktina, spurning með að setja 1-2 bolla fyrst svo hægt sé að hræra og bæta svo smávegis við þar til þykktin er góð fyrir vöflur. Ef of mikil mjólk er sett þá er komið pönnukökudeig.
Líklega er þetta deig miðað við 10 manns.
Sykur hveiti líkisljómi,
látt í mjólk og egg
Sætar vöflur, sulta, rjómi,
sest hann í þitt skegg.
Uppskriftir | Breytt 29.11.2008 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2006
Djúsí pasta
Hráefni fyrir 2-3 myndi ég áætla, tekur um korter að framreiða.
Pasta slaufur (300 g)
Beikonsmurostur (tæp dolla)
Rjómi (1/4 lítri)
Rauð Paprika pulsur (5 stykki)
pepperoni (hálft bréf)
skinka (hálft bréf)
Pastað soðið og pannan eða potturinn hitaður.
Paprikan, pylsurnar, pepperoníið og skinkan eru skorin í bita.
Pylsurnar steiktar á pönnu í smá stund einar, skinkunni og pepperoní bætt útí, steikt í smá stund síðan er beikonostinum bætt út í og hann látinn bráðna.
Rjómanum bætt við og loks er paprikan sett útí.
Þessu er svo blandað saman við pastað.
Líklega væri fínt að hafa hvítlauksbrauð með þessu, gleymdi að kaupa, en fínt samt.
Pastasullið pulsubland,
Pepperóní, rjómaslettu
Paprika og pottabrand,
passlega á diskinn settu.
Uppskriftir | Breytt 28.11.2008 kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006
Lofoten-fiskur
Það lá beinast við eftir að hafa veitt, slægt og flakað veiði helgarinnar að elda hana og ég vissi upp á hár hvaða uppskrift skildi verða fyrir valinu - Lofoten ofnbakaður fiskur (uppskrift sem ég hannaði sjálfur, þó sósan sé vissulega uppfinning einhvers annars. Sjúklega gott að mínu mati.
Hráefni:
Fiskur (þorskur/ýsa - aðrar fisktegundir hljóta að virka líka).
Brokkolí (líklega fínt að hafa papriku, blaðlauk, sveppi eða eitthvað slíkt eftir smekk).
Lofoten sósa (frá Toro).
Ostur.
Meðlæti:
Kartöflur og salat (blandað salat með olíulögðum fetaost er kjörið).
Ef búið er að flaka og roðfletta fiskinn þá tekur þessi réttur um það bil jafn langan tíma og kartöflurnar að sjóða (25-30 mín).
Meðan verið er að sjóða kartöflurnar þá er ofninn hitaður (180 gráður) og sósan hituð (uppskrift á pakka) og fiskurinn og brokkolíið skorið niður.
Síðan er náð í ofnfast mót og þunnt lag af sósu sett á botninn, fiskur ofan á það og brokkólí ofan á það. Endurtekið þar til efnið klárast. Lag eftir lag þar til fiskur, sósa og brokkólí er búið.
Ostur er síðan rifin niður eða skorinn og dreifður efst á fiskinn.
Bakað í ofni í um 20.
Á meðan kartöflurnar sjóða og fiskurinn er að bakast er góð hugmynd að nota tímann til að gera salat, leggja á borðið og slíkt.
Voila - geðveikt góður fiskréttur er tilbúinn.
Hafir náð í hetjufisk,
-heilnæmt mataræði.
Lófóten ég legg á disk,
ljúffengt guðafæði.
Uppskriftir | Breytt 28.11.2008 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2006
Steiktur fiskur
Hér er ein einföld uppskrift af pönnusteiktum fiski, einn af mínum uppáhaldsréttum.
Hráefni (fyrir 2):
Fiskur, tvö lítil flök eða eitt stórt (þorskur og ýsa finnst mér best, lúða og annað ætti þó að sleppa).
Tvö stór egg.
Mjólk.
Rasp.
Krydd (karrí, fiskikrydd eða aromat).
Salt.
Smjör.
Meðhöndlun:
Skerð flökin niður í sirka 5*5 sentimetra bita.
Brýtur egg í skál, og setur smá slatta af mjólk útí, þeytir saman.
Í aðra skál seturðu rasp og krydd að eigin vali (karrí finnst mér best) og salt, blandar vel.
Bræðir smjör á pönnu við meðalhita.
Veltir fiskinum upp úr eggjahrærunni, veltir honum síðan upp úr raspblöndunni og setur á pönnuna.
Ætti að steikjast þokkalega á nokkrum mínútum (10 mín).
Meðlæti:
Kartöflur og hrásalat.
Gott er að byrja að sjóða kartöflurnar fyrst, því það tekur lengri tíma en hitt.
Einnig er gott að steikja lauk á pönnu til að hafa sem meðlæti.
Sumir vilja kokkteilsósu, en það á að vera óþarfi.
Stenst ég aldrei steiktan fisk,
stælir bragðsins lauka.
Kartöflur og dót á disk,
drauminn minn mun auka.
Uppskriftir | Breytt 28.11.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2006
Ommuletta
5 egg
smávegis mjólk
tvær brauðsneiðar
smjör
hálfur laukur,
nokkrir sveppir,
1/3 blaðlaukstilkur
og 1 sellerístilkur.
Steikti laukinn, sveppina, blaðlaukinn og sellerí á pönnu upp úr smjöri.
Reif brauðið niður í 3*3 sentimetra bita og dreifði yfir grænmetið á pönnunni.
Handhrærði eggin og bætti smá mjólk út í til að þynna.
Dreifði því yfir grænmetið og brauðið og steikti báðum megin.
Þess ber að geta að í staðin fyrir grænmetið sem er minnst á hér að ofan, má nota annars konar grænmeti eða jafnvel kjöt eins og skinku, hangikjöt, pepperóni eða beikon sem dæmi.
Ommulettan er mjög góð
elduð, steikt og mölluð.
Prýðileg á pönnuglóð
passlega þá brölluð.
Uppskriftir | Breytt 28.11.2008 kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2006
Heit brauðterta
Mamma kenndi mér að gera heita brauðtertu um daginn, nú er að sjá hvort ég muni hvernig ég gerði hana og mamma.
Hráefni: Miðast við stórt eldfast mót.
Brauð
Majónes (stór dolla)
Sýrður rjómi (hálf dolla)
Skinka (eitt stórt bréf, skorið niður)
Niðursoðinn aspas (ein dós)
Niðursoðið ananaskurl eða sveppir fyrir þá sem borða ekki ananas (ein stór dós eða tvær litlar)
Ostur
Meðhöndlun:
Mælt er með að brauðtertan sé búinn til nokkuð áður en hún er hituð til að brauðið nái að blotna.
Sullið:
Majónes, sýrður rjómi, niðurskorin skinka, bleytulaus aspasinn og ananaskurlið blandað og hrært saman.
Smávegis af ananassafanum sett út í til að sullið verði nógu blautt.
Brauðið rifið niður og sett á botninn á eldföstu móti.
Eitt lag af sulli smurt ofan á brauðið, brauð ofan á það, sull þar ofaná og svo koll af kolli þar til sullið er búið, endað á sullinu.
Ostur sneiddur og settur efst til að þekja.
Ofninn er síðan forhitaður upp í 180 gráður ef ég man rétt og svona hálftíma áður en á að fara að borða brauðtertuna þá er hún sett inn.
Hituð þar til ostur er orðinn brúnn.
Brauðtertan er bragðgóð mjög
bestur kokkur vertu.
Brauð og sullið set í lög
sjóðheit borðið tertu.
Uppskriftir | Breytt 28.11.2008 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2005
Lifrarbuff
Ég get ekki orða bundist, fyrir algjöra tilviljun (var að leita að uppskrift fyrir brauðsúpu) þá rakst ég á frábæra heimasíðu, sem heitir CookbookWiki og hvað haldiði að ég hafi fundið, jú uppáhaldsréttinn minn (og Önnu Heiðu systur), nefnilega Lifrarbuff. Þetta er þó líklega ekki nákvæmlega eins og uppskriftin hennar mömmu, en ég ætla að prófa þetta einhvern tíman.
Ég ætla hér með að þýða uppskriftina yfir á íslensku (furðulegt að þýða íslenska uppskrift yfir á íslensku):
Innihald:
500 gr. lambalifur
1/2 - 1 bolli hveiti
1 stykki egg
3 stykki hráar kartöflur
1/2 - 1 bolli mjólk
2 laukar (mamma notar ekki lauk held ég?)
1/2 teskeið matarsódi (e. baking powder, er það það sama?)
salt, pipar og krydd að eigin smekk
Fjarlægja allar himnur og æðar úr lifrinni og skræla kartöflurnar.
Skera niður laukinn, gróft.
Hakka saman lifrina, kartöflurnar og laukinn.
Blanda saman við hveitið, matarsódann og krydd.
Egg bætt út í.
Þynna blönduna með mjólk, þar til það lítur ógeðslega út.
Steikja báðum megin á heitri pönnu (um ein matskeið í hvert buff).
Berist fram með steiktum lauk, kartöflumúss, grænum baunum og rabbarbarasultu.
Spæld egg eru líka góð með réttinum. Mmmmm, hlakka til að prófa þetta einvhern tíman :)
Steiktur laukur, lifrabuff,
ljúfa baunin græna,
mússið besta, bætir stuff,
og barbasultan væna.
Uppskriftir | Breytt 26.11.2008 kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2005
Plokkfiskur
Ég sauð því þorsk og kartöflur.
Síðan tók ég fram stóra pottinn, bræddi slatta af smjöri í pottinum, hrærði hveiti út í, bætti við slatta af mjólk.
Þorskur, kartöflur, laukur, salt og pipar sett út í og látið malla.
Plokkfiskur tilbúinn. Ég fór að einhverju leiti eftir uppskriftum sem ég fékk á netinu.
Prýðilegur plokkfiskur
með pipar lauk og sósu
kartöflum og kúfdiskur
kokgleypti ég fullfrískur
Uppskriftir | Breytt 26.11.2008 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Júlí 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Nóvember 2021
- September 2021
- Febrúar 2021
- Desember 2020
- Október 2020
- Júní 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Júní 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005