Leita í fréttum mbl.is

Snjótönn

Ef viđ viljum ađeins spara
er ofan kemur snjófönn.
Ásmundur ţá ćtti ađ fara
um á bíl međ snjótönn.


mbl.is „Ég hef ekki fengiđ medalíu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nokkrar stökur

Nokkrar stökur sem urđu til síđustu tvo-ţrjá mánuđi.

Síminn minn er stilltur ţannig ađ ţegar ég fć smáskilabođ (SMS), ţá heyrist tíst eins og í litlum kjúklingum:

Í vasa kalla' og kveina ótt
kjúklingarnir óđu.
Ódýrt bensín eiga gnótt
olíufélögin góđu

-

Hangi inni, hart er straffiđ
hríđir trega.
Drolla smá og drekk svo kaffiđ
dásamlega.

-

Nú er úti ansi kalt,
inni rugga tröllin.
Drunur heyrast, dansar allt
drynja hlátrasköllin.

-

Jólakveđja:

Kćra jólakveđju sendum,
kćtumst dćtur, synir.
Bráđum ţetta áriđ endum
elsku bestu vinir.

-

Góđ er tíđ og gleđileg
grátt sést skegg á höku.
Allajafna yrki ég
eina jólastöku.

Á jóladisk er jólasmér
og jafnvel dísćt kaka.
Oft ţá lekur upp úr mér
önnur jólastaka.
 
Ljótt er ţetta, lítiđ fer
um ljóđa- og vísnagćđi.
Ţetta samt nú orđiđ er
algjört jólakvćđi.
 
Rífur skyrtur, rjúpan góđ
reindýr, lamb og álkur.
Eftir stendur, örstutt ljóđ
ekta jólabálkur

-

Á fjallinu í fuglaleysu
finn ađ nálgast ísköld gröf.
Í legghlífar og lopapeysu
langar mig í jólagjöf.

-

Ef ţig ţreytir alls kyns stređ,
ţú öskra vilt og hljóđa,
mun ţitt eflaust milda geđ,
mandarínan góđa.


Ármann frćndi

Ég virđist hafa gleymt ađ setja ţetta inn á síđuna síđasta sumar:


Gránar himinn, dropar detta
dröfnin vaggar til og frá.
Steingrímsfjarđar föl er hetta
feiminn kveđur, dögg á brá.

Málar fjörđinn milljón liti
mögnuđ sól og kvöldrođinn.
Ávalt varst ađ okkar viti
allra besti vorbođinn.

Undan vindi bćrist bára
blíđlega og nćrgćtin.
Líđur tímans lygna gára
ljúfan núna kveđur vin.


Ţreifingar

Ţukl og ađrar ţreifingar
ţráfalt um ţiđ dylgiđ,
ţví hugsar sér til hreyfingar
hćgri'og vinstra fylgiđ.


Teflón

Sleipur ţykir Bjarni Ben,
blá er teflónskirta,
um auđjörfanna fúafen,
fréttir má ei birta.


mbl.is „Gríđarlegt inngrip í opinbera umrćđu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stökur

Lifna aftur loforđ blíđ
lausbyggđ brú.
Draumalanda dágóđ smíđ
deja vu.
 
 
Kindurnar í kulda og trekki 
koma niđur hálsastig
Á lúxusbíl međ leđurbekki
lćt ég fara vel um mig.

Kjötsúpa

Lambakjötiđ meyra mallar
mýkist kál og rćtur.
Kjötsúpan sem konan brallar
kemur mér á fćtur.

Veđriđ

Nístir andinn norđanlands
napur grandar austanlands
villublandađ vestanlands
vćtufjandi sunnanlands


Hrossaketiđ

Nokkuđ drjúgt er nefndasafn,
nálgast íslandsmetiđ.
Blítt og flott skal bera nafn,
blessađ hrossaketiđ.
 

 


Fréttir

Ort eftir hádegisfréttirnar:

Fréttir voru ferlegt prump
furđumargt ţar ratar. 
Skátar, berghlaup, skítur, Trump,
skólp og landiđ Quatar.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband