Leita í fréttum mbl.is

Af landsmóti kvćđamanna

Frá Hótel Bifröst blasti vel viđ Bauluröndin.
Létt var Rósa, lyftist höndin,
liđu'um hlustir segulböndin. 

Bára kvađ viđ raust og rímur risu'og flóđu
Kvćđalögin kenndi góđu
kraftmikil úr ţjóđarglóđu.

Ragnar Ingi vísar vel á vísnahvata,
sveiflast hendur prik ađ pata,
pent ţá flestir stuđlar rata.

Fjölmörg börnin Bólu-Hjálmars bögur yrkja,
kveđa hátt og stuđla styrkja,
stöđugt međ ţví ţjóđlegt virkja.


Vorstemming

Víst er svo ađ víđa ţykir vor í lofti, 
sem fyllir andann fítons krafti
en fuglar segja haltu kjafti.


Ástandiđ

Ástandiđ er ansi gott
engan sé ég vanda.

Alls stađar ef vatn er vott
veiđist gómsćt branda


Sögulok

 Eigi vil ég flís í fót,
fúla tuggu slíms í kok,
kolsvört andans kýlin ljót,
- komi bráđum Sögulok.


Kvćđahrotur

Unađstímar aftur koma eftir vetur.
Fáar voru vísnalotur
á vorin aukast kvćđahrotur


Úrvals

Meyr er fćđan, mjúk og völtuđ
og mött međ ögn af ryki.
Puran reykta, pćkilsöltuđ
međ prýđiskeim af biki.


mbl.is Sćbraut lokuđ vegna umferđaróhapps
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Snjótönn

Ef viđ viljum ađeins spara
er ofan kemur snjófönn.
Ásmundur ţá ćtti ađ fara
um á bíl međ snjótönn.


mbl.is „Ég hef ekki fengiđ medalíu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nokkrar stökur

Nokkrar stökur sem urđu til síđustu tvo-ţrjá mánuđi.

Síminn minn er stilltur ţannig ađ ţegar ég fć smáskilabođ (SMS), ţá heyrist tíst eins og í litlum kjúklingum:

Í vasa kalla' og kveina ótt
kjúklingarnir óđu.
Ódýrt bensín eiga gnótt
olíufélögin góđu

-

Hangi inni, hart er straffiđ
hríđir trega.
Drolla smá og drekk svo kaffiđ
dásamlega.

-

Nú er úti ansi kalt,
inni rugga tröllin.
Drunur heyrast, dansar allt
drynja hlátrasköllin.

-

Jólakveđja:

Kćra jólakveđju sendum,
kćtumst dćtur, synir.
Bráđum ţetta áriđ endum
elsku bestu vinir.

-

Góđ er tíđ og gleđileg
grátt sést skegg á höku.
Allajafna yrki ég
eina jólastöku.

Á jóladisk er jólasmér
og jafnvel dísćt kaka.
Oft ţá lekur upp úr mér
önnur jólastaka.
 
Ljótt er ţetta, lítiđ fer
um ljóđa- og vísnagćđi.
Ţetta samt nú orđiđ er
algjört jólakvćđi.
 
Rífur skyrtur, rjúpan góđ
reindýr, lamb og álkur.
Eftir stendur, örstutt ljóđ
ekta jólabálkur

-

Á fjallinu í fuglaleysu
finn ađ nálgast ísköld gröf.
Í legghlífar og lopapeysu
langar mig í jólagjöf.

-

Ef ţig ţreytir alls kyns stređ,
ţú öskra vilt og hljóđa,
mun ţitt eflaust milda geđ,
mandarínan góđa.


Ármann frćndi

Ég virđist hafa gleymt ađ setja ţetta inn á síđuna síđasta sumar:


Gránar himinn, dropar detta
dröfnin vaggar til og frá.
Steingrímsfjarđar föl er hetta
feiminn kveđur, dögg á brá.

Málar fjörđinn milljón liti
mögnuđ sól og kvöldrođinn.
Ávalt varst ađ okkar viti
allra besti vorbođinn.

Undan vindi bćrist bára
blíđlega og nćrgćtin.
Líđur tímans lygna gára
ljúfan núna kveđur vin.


Ţreifingar

Ţukl og ađrar ţreifingar
ţráfalt um ţiđ dylgiđ,
ţví hugsar sér til hreyfingar
hćgri'og vinstra fylgiđ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

121 dagur til jóla

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 54136

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband