Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar stökur

Nokkrar stökur sem urðu til síðustu tvo-þrjá mánuði.

Síminn minn er stilltur þannig að þegar ég fæ smáskilaboð (SMS), þá heyrist tíst eins og í litlum kjúklingum:

Í vasa kalla' og kveina ótt
kjúklingarnir óðu.
Ódýrt bensín eiga gnótt
olíufélögin góðu

-

Hangi inni, hart er straffið
hríðir trega.
Drolla smá og drekk svo kaffið
dásamlega.

-

Nú er úti ansi kalt,
inni rugga tröllin.
Drunur heyrast, dansar allt
drynja hlátrasköllin.

-

Jólakveðja:

Kæra jólakveðju sendum,
kætumst dætur, synir.
Bráðum þetta árið endum
elsku bestu vinir.

-

Góð er tíð og gleðileg
grátt sést skegg á höku.
Allajafna yrki ég
eina jólastöku.

Á jóladisk er jólasmér
og jafnvel dísæt kaka.
Oft þá lekur upp úr mér
önnur jólastaka.
 
Ljótt er þetta, lítið fer
um ljóða- og vísnagæði.
Þetta samt nú orðið er
algjört jólakvæði.
 
Rífur skyrtur, rjúpan góð
reindýr, lamb og álkur.
Eftir stendur, örstutt ljóð
ekta jólabálkur

-

Á fjallinu í fuglaleysu
finn að nálgast ísköld gröf.
Í legghlífar og lopapeysu
langar mig í jólagjöf.

-

Ef þig þreytir alls kyns streð,
þú öskra vilt og hljóða,
mun þitt eflaust milda geð,
mandarínan góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband