Leita í fréttum mbl.is

Heimsendir tefst.

Engar enn gröfum við grafir
greiðlega heimsmyndin lafir.
Hver sem er sér
sem betur fer
á endanum urðu smá tafir.


Bless, fagra veröld.

Það myndast mun molla og stækja
og mannkynið allt það mun skrækja.
Svarthol dökkgrátt
mun gleypa allt hrátt
og okkur svo aftur út hrækja.


Handboltalandsliðið

Á skeiði hörðu skeikar fátt
skriðið runnu fákar.
Silfur fengum höfum hátt.
Húrra - Frábært strákar.

Snæfellsjökull

Hylur margt sá hvíti faldur
sem hitinn niður brýtur
Undan jökli kemur kaldur
klakabundinn skítur.


Allt skal nú skrá.

Nú lista skrá leiðsöguverðir 
um látlausar salernisferðir
en skrá þeir þá vel
skít bak við mel?
Þar geymast víst haugar vel gerðir. 


Kreppubaga

Ekki gráta góða
þótt gleðikall sé hljótt.
Minni þitt er móða
mörg var gleðinótt.

Ekki gráta gamla
þótt gangi fátt í hag.
Þú munt þæg enn svamla
í þúsund og einn dag.

Ekki gráta gæskan
þótt gráni örfá hár.
Nær þér nagar æskan
í nokkur þúsund ár.

Ekki gráta greyið
þótt glefsi mammonsfló.
Fimt mun þjóðarfleyið
flæma'um kreppusjó.


Heitt í kolum

Ofbeldi ei guttum gagnast
né grimman kjaft að birsta.
Sveiflast hnefi, sviti magnast
-sumardaginn fyrsta.


Ég ligg í laut

Ég ligg í laut og naga
lítið strá
þúfutittlings þvaga
þýtur hjá.

Golan kinnar klappar
kitlar hey
finn að fætur stappar
flugugrey.

Hrossagaukar hneggja
hlægja'að mér
vítt er hér til veggja
sem vera ber.

Gras og gróður angar
grænkar lyng
fuglinn andann fangar
einn flýgur hring.

Skýin tæla tinda
tipla hröð
máttinn kynjamynda
mála glöð.

Skynfærin þau skríkja
skilja allt
harðan heiminn mýkja
heitt og kalt.

Blíð og bljúg er erting
bragð og hljóð,
ásjón, ilmur, snerting
eining góð.

Morgunvísur

Þungar stírur stríða mér
stanslaust knýr þó dagur hér
ennþá hlýr ligg undir þér
elsku rýra sængurver.

Oft ég heyri hávært skæl
hátt er gella börn með stæl.
Mig því ræsir morgunvæl
og magnast upp þá brosin sæl.

Ég trúi þessu ekki!

Trúi ég að trúin flá
sé trúleysi hin mesta.
Trúleysi ei trúi á
því trúi ég upp á flesta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

100 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband