Leita í fréttum mbl.is

Grútarbleyta

Hreystrið skreytta klípur kló,
kreppt og beitt er þvinga,
grútarbleyttur goggur hjó
grá og reytt er bringa.


Sílamáfur

Sól úr hvílu hærra rís
himna prílar rjáfur.
Í vetrarfýlu vorið kýs
vesæll sílamáfur.

Gárar sjó

Fjöru, þræðir, þaraskó,
þangið snæðir rollan.
Fjörðinn glæðir, gárar sjó
glæsta æðarkollan.

Hvítagaldurs máni


Mávaskvaldur, blíður blær
blikar faldur gráni.
Á himnatjaldi hnoðra slær
hvítagaldurs máni.

Tvö rándýr ljóð

Í lasönjunum finn ég frið
feitan strýk þá gjarnan kvið
er þörfum þjóna.
En breskir fúlsa Findus við
af frönskum Skjóna.

°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-

Þó blóti þrautaþrjótar hæst
þursar mæðusvæða.
Úr hnakkanautahakki fæst
heilnæm gæðafæða.


mbl.is Deilt um hrossið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrargestir

Vetrargestir vappa tún
um vorið þrestir skríkja.
Krummi sest á klettabrún
kuldabrestir víkja.


Hitamollan

Þorrinn drollar, deigur er
dofnar hrollur víða.
Hitamollan hlær að þér
hlákupollar, blíða. 


Nistið harða

Sólin hristi'af blíðum blund,
blóm við ystu vörðu,
vetur kyssti vota grund,
það varð að nisti hörðu.

Beinableik

Í polli mænir mædd og smeik
marfló kæn á rótið.
Kvik svo spænir beinableik
bakvið væna grjótið.


Ennið svarta


Krumminn glennir kalda tá 
í kroppi brennur hjarta.
Snjókorn fenna bleyta brá
bræðir ennið svarta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

104 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband