Leita í fréttum mbl.is

Heilrćđavísur

Ţegar finnst ţér ţörf á ró
frá ţrasi ansi slöku.
Ţá veistu ađ ţú fćrđ smá fró
í feitri peruköku.

Ef vinnan truflar, vekur ţrótt
svo verk'í undirhöku.
Ţú af gleđi getur sótt
ţér góđa peruköku.

Ef ţig vantar ţćga ţögn
í ţrautum lífs og vöku.
Ţú gćtir reynt ađ eta ögn
af úrvals peruköku.


Dóri á Kóngseynni

Ölduhćđir Halldór fer
hafsins skćđ er leiđin.
Á Kóngsey ćđir kringum sker
hjá karli glćđist veiđin.

Ţó ađ aldan úfin sé
ekkert Halldór tefur.
Út í kaldann, karlinn sté,
Kóngsey valdiđ hefur


Staka

Sonur Ćgis, rćnurýr
rćđur höggi kylfa.
Leonsí jafn skratti skýr
skríđur aur međ Gylfa.


Ráđherraraunir

Af Illuga höfum viđ ekkert ađ segja
allt er í stakasta lagi og fína,
ţví Orka er dásemd og ljúft af ađ leigja
og lćđast svo saman í góđu til Kína.

 


Ráđalausir

Flestir af landi fara senn
fremur eykst hér kvíđinn,

ţví ráđalausir ráđamenn
ráđast hart á lýđinn.


Í moldarbeđi

Vorbođar í vetrarlok nú vappa'á hlađi.
Snjóinn burt ţó kannski kveđi
kalt er enn í moldarbeđi.


Limra

Áđur fyrr eitriđ menn sugu
ortu og limrur út smugu
en í neftóbaks tremma
tapađist stemma
og stuđlar í fjarska burt flugu.


Voriđ

Sólin gyllir sć og grund
sumar hillir undir.
Voriđ stillir vermir lund
vćgja hryllings stundir.


Krot

Sjaldan alveg af mér brýt
enda nokkuđ góđur.
En á styttur krota krít
og krafsa fjandi óđur.

Mćđir ţađ en minnir á
miđlungs fuglahćgđir.
Nag ţađ mun ei nokkur sjá
nćst er koma lćgđir.


Vor

Enn ţó kćli Kári sker
hvergi um ţađ skeyti,
ţví ég veit ađ víst nú er
vor á nćsta leyti.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

117 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband