Leita í fréttum mbl.is

Limra

Áður fyrr eitrið menn sugu
ortu og limrur út smugu
en í neftóbaks tremma
tapaðist stemma
og stuðlar í fjarska burt flugu.


Vorið

Sólin gyllir sæ og grund
sumar hillir undir.
Vorið stillir vermir lund
vægja hryllings stundir.


Krot

Sjaldan alveg af mér brýt
enda nokkuð góður.
En á styttur krota krít
og krafsa fjandi óður.

Mæðir það en minnir á
miðlungs fuglahægðir.
Nag það mun ei nokkur sjá
næst er koma lægðir.


Vor

Enn þó kæli Kári sker
hvergi um það skeyti,
því ég veit að víst nú er
vor á næsta leyti.


Sólmyrkvinn

Sól að morgni mallar þreytt
móð en kvik.
Bak við tunglið ætlar eitt
augnablik.

...

Máninn fór sitt hnattahnyt
hálf-lúinn.
Á hann góndi alveg bit
almúginn.


Angry birds - Íslensk saga

Sagan hans Friðgeirs


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Limrulíki

Áður en yfir allt lýkur
oftast þá minnið það svíkur
samt molnar allt hrím
ef manstu þitt rím
og mætir þér blessaða vorið.


Í góðri trú

Ekki taka aukaslög
aumu hjú.
Glaðleg braut hún gruggug lög
í góðri trú


Sumir dagar

Sumir dagar flýta för
framhjá vilja þjóta,
aðra skrýðir skammlaust fjör
skal ég þeirra njóta. 

Tilvísanir

Svanir gráir lita lokk
ljótan drengskap nefna.
Tilvísanir flækja flokk
frelsar hentistefna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

247 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband