Leita í fréttum mbl.is

Ársuppgjörið

Nú er búið ferlegt fár
fúlt af ýmsu tagi.
Verra þótti en önnur ár
undir meðallagi.

 

Aukastaka samin sama dag:

 

Hér birtist stundum bölvað hnoð
blandað illu geði.
Drulla, skítur, mykja, moð
með miklu andans streði.


Sigurður Dýralæknir

Orti smá til heiðurs Sigurði Sigurðarsyni fyrir stuttu:
 
Hér skal kveða karli brag
kitlar gleðistrengur
Slær á hnéð sér hress í dag
heill er eðaldrengur.
 
Gæðapiltinn sóma sé
síst er spilltur strákur.
Læknar gyltur, gleður fé
góður stilltur fákur.
 
Drekkur ráð um dýrin flest
doktor, gráðum skrýddur.
Skepnum þjáðum bjargar best 
býsn af dáðum prýddur.
 
Lífið glæðir, ljúf er værð
lækur flæðir glaður.
Óskir gæða frá oss færð
færi kvæðamaður.

Stutt vísa um Gáttaþef

Ískalt loftið kyssir kinn
kyngir snjónum niður.
Gáttaþefur gægist inn,
gamall er sá siður.


Desember

Huggulegt og hlýtt nú er
hvína ekki gluggar.
Dafnar myrkur desember
dansa langir skuggar.


Bank

Lúkan kalda lyftir vönd
ljót og hvít er mugga.
Veturinn með visna hönd
var að banka'á glugga.

Móðir Theresa

Kredit þó minnki á korti
og kjararáð dragi úr skorti
eins og Theresa forðum
er ei forsetinn í orðum
með taumlausu grobbi og gorti.


Kosningadagur

Þó að veðrið væli hátt,
vilji pollar frjósa,
fjallið háa gerist grátt
er gott í dag að kjósa.


Nýlegt efni

Læðast skuggar, lengjast smá og labba víðar.
Leggjast dagar laust til náðar
lifnar rökkrið við sér bráðar.

Í húmi næturs, hrímið vaknar, hlýjan flytur.
Kominn er hér kulda vetur,
kraftur hausts ei meira getur.

---

Krafsar djúpt í kulnað brum
klípur rjúpan salla.
Flýgur ljúft og fögur um
fagnar hjúpi mjalla

Dökkna yfir okkur ský
allt er litað gráu.
Glöð um tinda ganga strý
grána fjöllin háu.

---

Gaspra vindar. geysa brátt
grátt á tinda háu.
Jarma kindur kalla hátt
hverfa yndin smáu.

 

---

Skuggar aukast linnulaust,
læðast samt og bíða,
því að enn er ekkert haust,
aðeins sumarsblíða.

Þó að sífellt gulni gras,
gráminn taki völdin,
fuglar þagni, minnki mas,
milt er enn á kvöldin.

 
 

Vísnagáta

Ég gerði obbulitla vísnagátu í síðustu viku ef einhver vill spreyta sig:

Úr voða bjargar, veitir grið.
Vaggar alda, fjöru við.
Flýtur yfir soðin svið.
Á sundi bráðu hlaut sinn frið.


Kusa

Íslandskýrin yxna visnar,
endalaust er sljó kusa.
Blóðmjólkin í görnum gisnar
en gnótt fer rjómi'í bónusa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

119 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband