Leita í fréttum mbl.is

Borgarnesbragur

Borgarnesbragur, sunginn í Mottumessu 17. mars 2024 af Drengjakór Barabars.
Texti Höskuldur Búi Jónsson, Erlent lag.
 
Nú rođnar himinn og sest er sól
söngur heyrist um borg og hól
og Hafnarfjalliđ í fögrum kjól
fagurt syngja, Borgnesingar.
 
Sjá tungliđ kyssir tjásuský
teygir myndirnar golan hlý
svo kettir sperrast viđ dirrindí
dásemd syngja, Borgnesingar.
 
Í Brákarsundi er fagurt fley
flykkjast tjaldar viđ sker og ey
hratt gróđur vex blómstrar Gleymmérey
glađir syngja, Borgnesingar.
 
Hér tekur undir međ ölduslátt
eins og Brák sýni styrk og mátt
og klettaborgirnar kalla hátt
kröftugt syngja, Borgnesingar.
 
Hár ómur glymur um ás og barđ
ástin vekur upp Skallógarđ
og söngur heyrist um Heiđi'og Skarđ
hávćrt syngja, Borgnesingar.

Nokkrar stökur

Janúar

Selströnd

Hávellurnar hávćrt tóna
hreifar sela veifa dátt
ćđarfuglar úti lóna,
iđka skarfar vćngjaslátt.
 
Febrúar
 
Júró-Gasa
 
Međan glimmerlag međ lit,
litaskjáin glćđir,
ţjóta kúlur, beitt er bit,
blóđ um Gasa flćđir.
 
Mars
 
Kalt og klént
 
Međan stillt er Ísland allt,
yndislegt og jafnvel nćs,
ţá er jafnan klént og kalt,
á Kjalarnesi ţar sem blćs.
 
Kompás skekkja
 
Hjá sumum vantar vit og ráđ,
vegleiđ öll mun blekkja.
Í ţeim leynist ósjálfráđ,
innri kompás skekkja

Jól og áramót 2023-24

Vćn er hátíđ vona'og sátta
vosbúđ stríđs nú endum.
Viđ á Gunnlaugsgötu 8
góđa kveđjur sendum.
 
Í árslok margt er upp á hár
um ţađ vil ég letra
nú má verđa nćsta ár
nítján prósent betra.

Heilrćđi

 

Ef heimur skvettir skít á ţig,
skaltu áburđ góma,
ţá mun aukast ţroskastig
og ţitt líf fyllast blóma


Síđsumar og haustvísur

 
Júlí
 
Hundavísur 
Heitir Loki hundur minn
hann í roki svíkur.
Inn í ţoku auminginn
eins og poki fýkur.

Heitir Úlfur hundur minn
hrćddur púlar tittur.
Eins og súlfur auminginn,
ilmar fúlipyttur.

Heitir Moli hundur minn
hleypur, volar, skammar.
Eins og rola auminginn
oní holu gjammar.

Heitir Tumi hundur minn,
hann oft skrumiđ eltir.
Eins og ţruma auminginn
álfur hrumur geltir.
 
Mengun 
Ţótt okkar land sé ofursvalt
eitriđ vill ţar freyđa
og móđan liggur yfir allt
einnig norđan heiđa.
 
Ágúst
 
Langisandur
Leikgleđi viđ Langasand
lifnar út á Skaga.
Vinalegt er Vesturland
varma sumardaga.
 
Hrumir karlar
Hćrugráir hrumir karlar,
herpa kinnar saman,
er lyndisgóđir leđurjarlar
litríkt hafa gaman.
 
 
September
 
Dellan
Sífellt meira missi trú
á mannlífshaugnum sjúka,
enda fúl og út úr kú
er öll dellan mjúka.
 
Ćviskeiđ (50 ára)
Ekki er komiđ ískalt haust,
enn er sól og blíđa,
ćviskeiđiđ endalaust,
áfram vill samt líđa.
 
 
Október 
 
Hafnarfjall
Kólnar ört viđ klettastall,
kemur vetrarskolli,
hátt og fagurt Hafnarfjall,
er hćrugrátt á kolli.
 
Öliđ
Öliđ drekk, en ekki af kvöđ
ört ég handlegg teygi,
lyfti upp ađ munni mjöđ
á miđvikudegi.

Jysk
Sćngurverin sjást á Jysk
sumpartinn á röngu,
eru bara örsmátt kusk
í eilífđinni löngu.
 
Haiku
Sólin leggur sig.
Kólnar loftiđ krókna strá
kemur veturinn.
 
Birtist fullt og bjart,
tungliđ sem ađ tipplar létt,
tćrt og kyssir ský.

Ýmsar stökur síđustu mánađa

Apríl

Vor í lofti 
Hćgur ţeyrinn, ţćgur ber,
ţíđan angan foldar,
inn um glugga, indćll fer
ilmur gróđurmoldar.

Vor ég sé á vćnum sel
er vaggar upp og niđur,
fjöruilminn finn og skel
og fugla heyri kliđur.
 
Hrafnar snyrta hreiđrin sín
hafiđ slétt sem rjóminn.
Á sumardaginn fyrsta, fín
fögur spretta blómin.
 
Voriđ fór
Norđan kuldi, krapi snjór, 
klént en satt. 
Vetur kom og voriđ fór
vođa hratt.
 
Maí
Kuldalegt
Leikur allt í lyndi,
lóan komin er,
ýfist undan vindi,
ansi kalt er sker,
gula grasiđ kjagar,
gogginn kćlir hagl.
Heyiđ hrossiđ nagar,
hélađ dustar tagl.
 
Tenerife og vextir
Ráđamanna magnast auđur,
međan auka vextir böl
liggur frćndi leggjarauđur
laglegur međ iskalt öl.
 
Júní
Gangur lífsins
Gangur lífsins virđist vís,
vćngjuđ krían flýgur,
sólin enn í austri rís,
og í vestri hnígur,
kind af vana kroppar hrís,
kýr á tuggu mýgur,
fullt af gleđi, fólkiđ kýs,
fólk á ţing sem lýgur.
 
Strandafjöllin
Ský á himni gaspra grá,
um grćnan skóg og lyngiđ,
og Strandafjöllin fagurblá
sem fegra Húnaţingiđ.
 
Lómagnúpur
Tíminn áfram tifar djúpur,
taktviss hratt til framtíđar.
Ljósblár himinn, Lómagnúpur,
líđur vatniđ álftapar.
 
Sjálfsaginn
Sitthver ţykir sjálfsaginn,
sumars hlýju daga.
Rúgbrauđ, smjör og rauđmaginn,
renna niđr´í maga.
 
Augnahákarl kćstur
Sjaldan fćrđu fremra hrós,
fagri gróđur smćstur:
Yndislega Eyrarrós
augnahákarl kćstur.
 
Skjóliđ
Berji á ţér bleytan gröm
blessuđ skýin feli sól,
haldi flest á heljarţröm,
hertu ţig og finndu skjól.
 
Sumarhćkur
Syngur sumar hér.
Stekkur hóla stúlka fim,
stelkur hlustir sker.
 
Náttúran er ný.
Kindin jarmar, kallar lamb,
kinnar bítur mý.
 
Himinn glansar grár.
Suđa flugur, kalla kátt,
kitla nasahár.
 
Njóta eđa ţjóta
Stundum er stundin ađ njóta,
og stunda smá slökun og hrjóta,
en eftir ţann blund,
oft upp kemur stund,
ađ tímabćrt ţykir ađ ţjóta.
 
Prjónađ
Fram og aftur fingur hratt
fimlega nú brokka,
mamma prjónar peysu glatt,
prýđis húfu´og sokka.
 
Skagafjöllin
Sól í austri svífur rétt
sćt viđ hafiđ spegilslétt
Skagafjöllin skreytt og nett
skýin kyssa ofurlétt.
 
Júlí
Flyđrugrundir
Fer ég sundiđ, fögur stund
flyđrugrundir sveima.
Morgunstundin mýkir lund
margir blunda heima.
 
Gosmóđa
Eldgos ţykja engu lík
ćđa hraun um slóđa.
En rislág er nú Reykjavík
rökkurgrá er móđa.
 
Ţrungiđ spennu ţagnir rauf,
ţur í eldgos hlóđu,
fölgrá verđa fjöllin dauf,
falin bakviđ móđu.
 
Lundi
Eg sá lunda, áfram skunda
eins og pundiđ dregur
út um grundir Gríms ađ funda
glćstur, undarlegur.
 
Í Hólavallagarđi
Tćrt var spíratár á steini
tappinn fauk og eitthvert datt
og gömlu skáldin glöđ í leyni
gegnum okkur drukku hratt.

Vorfílingur

Gul er sinan, grá er jörđ,
grundir vetur klćđir.
Brátt mun voriđ verma svörđ,
vonin hlýju glćđir.

Lćkjarniđur hvíslar hćrra
hávćr kliđur magnar ţrótt,
klakann bryđur, brýtur smćrra,
burtu ryđur, dag og nótt


Ljóđakvöld á Barabar

Ég tók ţátt í ljóđakvöldi á Barabar á Borgarnesi ţann 11. mars 2023.

Sjá međfylgjandi skjal.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bjórljóđ

Galdr

Ótti vekur vćtti
vanda auka fjandar.
Ólmur Ćgishjálmur
endar böl og verndar. 
Gulliđ glas í hellist
Galdr drekk ég kaldan.
Öliđ skrímsl burt skilur 
skýlir mér og hvílir.

Kukl

Myrk í huga markar
martröđ nćtur svarta.
Streyma stafir drauma
staldra viđ og galdra.
Kukl í speki spriklar
spá um framtíđ gráa
dofnar aftur dafnar
dásemd ljóss og krása.

Vetur

Drungi fer um dranga
dimman myrkriđ grimma.
Frostiđ bítur bresti
bođar eymd og dođa.
Vćru vekur dreyri
Vetur mildi hvetur.
Birtist sólin bjarta
blóđiđ velgir glóđin.
 

Ţorri og öl

Hákarl:
 
Hákarl kjaftinn kitlar mest,
kćst er saft á tungu.
Kemur aftur indćl pest,
eykur kraft í lungu.

 

Vegna umrćđu um lykt í fötum vegna hákarls: 

Fara sumir sćlu á mis
sitthvör er víst hvötin,
en eta skal hann innvortis
ekki gegnum fötin.

 

Kórćfing Drengjakórs Bara

Hvađ er nćstum betra'en bjór,
sem bćrist milli vara?
Dásamlegur drengjakór
ađ drekka öl á Bara.

 

Ţorrakrísa

Ţraukar lúin ţrastafrú
í ţorrakrísu.
En inni Búi baslar nú,
og býr til vísu.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband