3.1.2025
Síðustu stökur ársins 2024
Jólin
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2024
Nokkrar vísur
Bassi, hundur í pössun
Stökur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2024
Af hagyrðingamóti Brautartungu nóvember
Hagyrðingamót eru þannig að oft eru umfjöllunarefni þannig að fáir fatta nema heimamenn, en kannski eru einhver efni þarna sem gaman er að lesa fyrir aðra. Ég flutti ekki allar þessar vísur, en orti þessar í tilefni þessa hagyrðingamóts:
- Alþingiskosningar
Að kjósa þykir ljúft og létt
og langflest styðja gögn
að allir kjósa alltaf rétt
að eigin sögn.
Borða sumir hakkið hrátt
hægar stíga í austur (sokkinn)
en gellur munu gráta hátt
gangir þú í klaustur (flokkinn)
- Flokkaskiptagluggi frambjóðenda
Ef þú ert tittur og trítill
tómur sem hungraður mýtill
úr fallsæti farð
úr flokknum sem varð
á alþingi aðeins of lítill.
- Væntingar til talningar atkvæða í NV
Varla hef ég væntingar
verður ennþá þvaga
tel ég víst að talningar
telji marga daga.
Þegar flæði fagra miða
fletta menn og telja
gæti vestan komið kviða
og kastað milli élja
Flokkið sífellt seðlahólf
síðan teljið atkvæðin:
fjögur, átta, tíu, tólf
töfrandi er stærðfræðin.
- Yrkja um hina hagyrðingana
Jón Jens
Einn er maður aldrei lens
yrkir vísur gott er skens
býr til stuðlað bragarglens
bestur er hann Nonni Jens.
Gunnar Straumland
Gunnars Straumlands stuðlaspjöld
stöðugt dáist að,
um hann myndi yrkja í kvöld
ef ég mætti það
- Yrkja um stjórnandann, Önnu Lísu
Ef ég bara yrkja gæti,
Anna Lísa.
þá myndi fljótt með kraft og kæti
koma vísa.
- Yrkja um sjálfan sig, kynna sig
Höski Búi heiti ég
hellist í mig glundur
Með gröfu stundum geng minn veg
og gref í sundur
Höski Búi heiti ég
hagyrðinga-undur
grjót ég finn og geri veg
sem grefst svo fljótt í sundur.
Ég er þægur, þögult grey
þokkalegur fengur
hógvær eins og hofsóley
hlýr og sætur drengur.
- Þegar Óli á Hóli, formaður Dagrenningar boðaði til almenns félagsfundar en gleymdi að mæta sjálfur
Fjölmennur var eitt sinn fundur
furðu það vakti og undur
að heima á Hóli
var hlægjandi Óli
dágóður við eitthvað dundur
- Tilraunamastur vegna vindmylluáætlana á Grjóthálsi
Berst oft loft sem belgir sig í Borgarfirði
ef þar myllur fylla firði
fjölmargt yrði lítils virði.
eða
Einhvers staðar verðaað vera
vindmyllurnar ljótu
kannski fram af kletti skvera
og kasta oní gjótu.
- Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum
Í fyrra skiptið sem Trump var forseti, þá fannst mér alltaf rétt að ríma svona:
Þó smjúgi oft ræpa um rump
og rjúki upp fnykur og prump
það allvel má þola
en úr eyrum ég skola
ef orðin ég heyri frá Trump.
Núna ríma ég alltaf við Trömp, sem er töluvert erfiðaðara:
Inn á sviðið æddi Trömp
allir á hann störðu,
því hátt heyrðist skvett og skvömp
og skarkali á jörðu.
- Forsetakosningarnar á Íslandi
Það kjósa allir sig eða sína
sanngjarna og jafnvel fína
en ógilt og snautt
var mitt atkvæði og dautt
því ég valdi víst Vigdísi mína
eða
Ég fann þau við fjöru og voga
framboð sem vildu í toga
en ógilt og snautt
var mitt atkvæði og dautt
það endaði á Vigggu Finnboga.
- Dagur íslenskrar tungu, 16. nóv.
Pass
- Tillögur að nútímavæðingu sviðaáts
Matseðillinn í næstu sviðaveislu
Í forrétt sviðatungutakó
tex mex salsakinnar
úr soði fáum sviðakakó
sætu krúsarinnar.
Svo er rófu tófú-te
og tungubrodds risotto
en sviðakjamma creme brulee
er kannski of mikið lottó.
- Fyrsti fjósarobotinn í dalnum kemur í Lund, gerfigreind/vitlíki
pass
- Dýralæknar svæðisins virðast hafa tekið við hlutverki heilsugæslulækna, sauma sár o.s.frv.
Læknað hefur svöðusár
saumað nokkra bóga
lengt hann hefur æviár
engum þurft að lóga
Brotthvarfs Dagbjarts og Dísu frá Hrísum
Ekki var þar okur klúrt
eða rándýrt verðlag
í kaupauka fékkst kæst og súrt
kvæðamannafélag
Fatnaður stjórnmálamanna og verðmæti á honum í fjölmiðlum
Í fjölmiðlum er flest til ama
fann þó góðan dóm.
að hátt þú nærð í frægð og frama
í fögrum gúmmískóm.
Rannsókn Landbúnaðarháskólans á losun framræstra mýra á hláturgas
"Nú er hlátur nývakinn
nú er lögg í pelum
mýrargas við munn og kinn
mælt í decibelum.
Stökur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2024
Nokkrar vísur að hausti
25 október
súr á bragði sagði kind.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2024
Sunndals-Helga
Myrkur og skuggi, martröðin þvöl
máttlausa hálsana kreisti
skynjunin eilífa kuldi og kvöl
kafnar hlýja og neisti.
Ráfa grýttar götur bakið í keng
gráan hef og slitinn tilverustreng
sumir minningu sverta
nauðbeygð og köld úr gröfinni geng
gott var að finna og snerta.
Sólin og hlýja er minningin mjúk
man eftir lyngi í blóma
léttstígar kóngulær kitluðu búk
kólnuð minning í dróma.
Slóðin horfin skefur fönnin í skafl
skríð ég móti stormi en vonlaust er tafl
náföl við Nónskarð mun dvelja
limir þar frusu lamað mitt afl
legginn ættar mun kvelja.
Hrútur og gimbur hlupu burt tvö
húsbóndans belti það stingur
kaldlynd ég geng því með kynslóðum sjö
kolsvart hjartað mitt springur.
Svefns og vöku milli mara þú skalt
mun ég taka frá þér vonina og allt
látlaust og týnt er mitt leiði
húmið tóma mig kallar á kalt
kraumar ólgandi reiði.
6.8.2024
Grænlandsvísur
Grænlandsvísa nr. 1
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2024
Ytra Tungugil
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2024
Háttatal júní-júlí 2024
Um mánaðarskeið, frá 28 júní - 20 júlí 2024, orti ég slatta af vísum við ýmis tilefni og flokkaði jafnóðum niður í bragarhætti. Hér er afraksturinn og ekki í neinni tímaröð, en í háttatalsröð.
Ferskeytt
- Ferskeytt
Froða
Golan hlýja hitar loft
hála brautin tælir.
Í góðu stuði ansi oft
ísköld froðan kælir.
- Frumframhent, Hálfhent
Sumarnótt
Dagur fagur dregur tjöld,
dökknar himinblámi.
Þótt að nóttin komi köld,
kemur enginn grámi.
- Frumsamframhent
Mýrarsundin
Ýfir, hrífur, hreyfist rótt
heitur blær við lundinn.
Svífa fífuhárin hljótt
hægt um mýrarsundin.
- Framhent
Veðurhamur
Vargast, garga vekja ugg
vindar, tinda berja.
Kvistir hristast, gárast grugg
gjárnar, árnar merja.
- Skáhent
Kónguló
Kónguló frá Karþagó
kúrir mjög og dreymir.
Agnarsmá með eftirsjá
engu þaðan gleymir.
Hverfell/Hverfjall
Æðir kjellinn upp á fell
ört mun kraftur þverra.
Næst fer kallinn niður fjall
nú er bakið verra.
Draghent
- Draghent
Maríuerlan
Flugurnar um fötin smjúga
flest á borðum spilla.
Maríuerlan má inn fljúga
maga sinn þar fylla.
- Draghend sléttubönd
Svikasumar
Klaga munum, varla víkur
vakna, glitrar sjórinn.
Daga langa sumar svíkur,
sjaldan drekkum bjórinn.
Vakna víkur
Bjórinn drekkum, sjaldan svíkur,
sumar langa daga.
Sjórinn glitar, vakna víkur,
varla munum klaga.
- Draghend sléttubönd, víxlhend
Ölið meiðir
Ölið meiðir, hvergi kverkar
kitlar, glundur vætir.
Bölið eyðir, vitlaust verkar,
varla undur bætir.
Kitlar kverkar
Bætir undur, varla verkar
vitlaust, eyðir bölið.
Vætir glundur, kitlar kverkar,
hvergi ölið meiðir.
Stefjahrun
- Síðsniðframríma
Boltastjarnan
Boltastjarnan skein oft skært
skildi ekki tap.
Upp nú fuðrar angurvært
aldrað stjörnuhrap
Skammhent
- Fráhent
Flakka lömb
Flakka lömb á fjallakömbum,
fíngerð naga strá.
Urðir smeygja upp sig teygja,
orðin köld og grá.
Gagaraljóð
- Hringhent
Bölvað hnoð
Þetta er bull og bölvað hnoð
bundið sull sem rímar vel.
Fjarri gulli, frekar moð,
fast á drullu að ég tel.
- Síðstiklað
Í Hörgárdal
Í Fornhaganum finna má
fjallasal og lækjarhjal,
blómin fögur fjólublá,
fuglamal í Hörgárdal.
Nýhent
- Frumbaksneitt, síðframsneitt
Sniglar
Sniglar fóru að leita að laut
latir, feitir vildu kúra,
ei má vera of vot og blaut
vex þar ax og hundasúra.
Stafhent
- Mishent
Félagsvist
Ennþá Biden berst við Trump,
berast lætin heim til Gump,
þeir fíla twist og faðmhlýju,
félagsvist og bocciu.
- Klifað
Bryggjuhátíð
Á Bryggjuhátíð fólkið fer
ferlega það geggjað er
erfitt samt er stanslaust stuð
stuðning þarft við gleði puð.
Samhent
- Áttstiklað
Áttþættingur
Sveinbjörn aldarafmæli
Hert og þjált er stuðlastál,
sterkt er mál sem kveikir bál,
þín var sál oss segulnál,
Sveinbjörn Váli - þína skál.
Stikluvik
- Hringhent
Heilræði
Langtum best það löngum tel,
láta bresti vera,
sinna gestum sæll og vel
sýna flestum vinarþel.
- Vikframhent
Kenderí
Kallinn fer á kenderí,
kalt og svalt er ölið.
Svona er mitt sumarfrí
svall og eilíft fyllerí.
Valhent
- Frárímað
Fuglasöngur
Nú er sumar, sólskin fuglar syngja um.
Þó að rigni dag og dag,
dásamlegt við heyrum lag.
Stuðlafall
- Samrímað, frumframhent, bakhent, síðhent
Núvitundagönguferð
Margir arga mjög er grjót um hnjóta,
þegar flækir fótur rót,
fýldir skrækja sótað blót.
Afhent
- Framsneitt
Sól og ský
Sólin felur sig á bakvið sægrátt skýið
Blómin sveima blásvart mýið.
- Sniðstímað
Fuglamergð
Fegurðin er fuglamergð um flóa og haga,
og flugusuð um sumardaga
Stúfhent
- Fimmstiklað
Í Fnjóskadal
Syngja, gala, hneggja, hjala, hátt er mal,
fuglatal í Fnjóskadal
- Sniðframrímað
Klósettskál
Aldir líða eru móar ennþá hál
köld og rennblaut klósettskál
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2024
Forsetakosningar 1. júní 2024
Undir feldi
Veltir flóðið fúlum þara
flugur sitja'á taði,
undir feldi aðrir mara,
í úldnu svitabaði.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2024
Nokkrar stökur
Enginn bóndi
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Júlí 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Nóvember 2021
- September 2021
- Febrúar 2021
- Desember 2020
- Október 2020
- Júní 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Júní 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005