Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023

Þorri og öl

Hákarl:
 
Hákarl kjaftinn kitlar mest,
kæst er saft á tungu.
Kemur aftur indæl pest,
eykur kraft í lungu.

 

Vegna umræðu um lykt í fötum vegna hákarls: 

Fara sumir sælu á mis
sitthvör er víst hvötin,
en eta skal hann innvortis
ekki gegnum fötin.

 

Kóræfing Drengjakórs Bara

Hvað er næstum betra'en bjór,
sem bærist milli vara?
Dásamlegur drengjakór
að drekka öl á Bara.

 

Þorrakrísa

Þraukar lúin þrastafrú
í þorrakrísu.
En inni Búi baslar nú,
og býr til vísu.

 


Kári

Kári ljótur losar tak,
linast örstutt kraftur,
kúrir smá svo kreppir bak
og krumlu herðir aftur.

Jólakveðjan 2022

Jólakveðjan:
 
Hér er allt svo hátíðlegt
hrímhvít snjókorn falla.
Jólin fín í friði og spekt
fanga gleði alla. 
 
Tannviðgerðavísa: 

**** kæri kann allflest
nú kulnuð bærast tröllin,
er brosið skært frá Búdapest
birtu slær á fjöllin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

117 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband