Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

Nokkrar stökur að hausti

Berjamó
 
Börnin fóru í berjamó
blíðan vekur lukku. 
Blána varir, víst er ró
samt vantar enn í krukku.
 
 
Derhúfur
 
Ef smotterí klígjar þig smérkúfur,
í smávindi fjúka burt derhúfur,
allt er í flækju,
fýlu og stækju,
þá fljótur skalt senda út herdúfur.
 
Ármann
 
Þó að líði lífs að vetri
liðið hafi fjölmörg ár.
Ármann verður bara betri
batnar líkt og viskítár.
 
 
Nonni Valur kvennagull
 
Hver er mjúkur, hlýr sem ull,
hjartaskýr og laus við bull,
nískur ei á nautnasull?

Nonni Valur kvennagull.
 
Bæjarfellið á Selströnd
 
Norðankulið hefur hæst
í hríðarsöngum.
Bæjarfellið gægist glæst
með grátt í vöngum.
 
 

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband