Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Staka

Sonur Ægis, rænurýr
ræður höggi kylfa.
Leonsí jafn skratti skýr
skríður aur með Gylfa.


Ráðherraraunir

Af Illuga höfum við ekkert að segja
allt er í stakasta lagi og fína,
því Orka er dásemd og ljúft af að leigja
og læðast svo saman í góðu til Kína.

 


Ráðalausir

Flestir af landi fara senn
fremur eykst hér kvíðinn,

því ráðalausir ráðamenn
ráðast hart á lýðinn.


Í moldarbeði

Vorboðar í vetrarlok nú vappa'á hlaði.
Snjóinn burt þó kannski kveði
kalt er enn í moldarbeði.


Limra

Áður fyrr eitrið menn sugu
ortu og limrur út smugu
en í neftóbaks tremma
tapaðist stemma
og stuðlar í fjarska burt flugu.


Vorið

Sólin gyllir sæ og grund
sumar hillir undir.
Vorið stillir vermir lund
vægja hryllings stundir.


Krot

Sjaldan alveg af mér brýt
enda nokkuð góður.
En á styttur krota krít
og krafsa fjandi óður.

Mæðir það en minnir á
miðlungs fuglahægðir.
Nag það mun ei nokkur sjá
næst er koma lægðir.


Vor

Enn þó kæli Kári sker
hvergi um það skeyti,
því ég veit að víst nú er
vor á næsta leyti.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband