Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Staka um brennivín

Logi kviknar, líđan mín,
ljúf svo bliknar tregi.
Egils ţykkni appelsín
í ţví stiknar brennivín.

Ein staka um sumriđ

Sumarveđriđ sćkir ađ,
sveitt og grátt í skapi,
tíđin veit ei stund né stađ,
sturlast líkt og api.

Fagurgali

Minkurinn međ morkna sál,
svo myrk sem sótiđ.
Vildi fara út í ál,
- yfir fljótiđ.

Keikur hindrar för um fljót
ferjumađur.
Mćrir sig og mćlir bót
- minkur glađur.

Flaut ţar skjall um ferjugarp
sem ferjađ gćti.
Handan fljótsins fuglavarp
- fullt af ćti.

Sagđist vera seigur ţjónn
svanur tjarna.
Lygin er sem ljúfur tónn
- lóubarna.

Skella myndu skoltar beitt
skrímslin farga.
Gráa máva getur deytt
- grimma varga.

Menn sem hafa minkum treyst
ţađ munu trega.
Loforđsgleđin getur breyst
- geigvćnlega

Yfir fljótiđ för var greiđ
međ ferjuhrói.
Glott um beittan skoltinn skreiđ
- skelfur krógi.

Ferjan yfir fljótiđ hrökk
fagnar stoltur.
Í land međ grćđgisglampa stökk
- glefsar skoltur.

Lođiđ skottiđ skaust ţá hratt
um skuggasali.
Fljótlega í fariđ datt
- fagurgali.

Sumarsólstöđur


Sól ađ vetri hneygir háls
hundfúl og međ klýgju.
Á sumrin er hún fersk og frjáls
og fćr sér stutta kríu.

Seigur karl


Vösk ţar ţótti vendingin,
viđhaldiđ var breima,
í loftköstum var lendingin
nú ljómar Frúin heima.
mbl.is Lenti í íslenskum hálendisrudda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veđriđ

Veđriđ er ađ venju tvískipt á landinu:

Dropar falla dansa létt,
depurđ mallar syđra.
Sólin skjallar klif og klett
og kyssir hjalla nyrđra.

Skuldarar

Ţrjúhundruđ milljarđa loforđin létt
láku og runnu í sjóinn.
Í skuggganum nefndirnar skemmta sér nett
uns skuldara minning er gróin.

Sólstrendingur

Lýsisborinn, liggur hann í löđri sínu.
Eyđir hann ţar evrukrónu
aumt er flagn á nefsins trjónu.

Sólarströnd

Hvítt er skeggiđ, hlýr er vindur, hvítur sandur.
Skemmist lifur, skjálfa hendur
skorpnar leđurhúđ í rendur.

Djúpt

Ađ svara góđri vísu valdi
úr volgri leirsins súpu.
Svo var ort međ innihaldi
afskaplega djúpu.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband