Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Óþjóðlegt

Kannski er það út í hött
og óþjóðlegt á fróni!
En Pizzu, gleypti prýðis, Hut
með pepperóni.

Brennivín

Lundin ákaft lifnar mín,
ljósgeisli á himni skín,
heyrnin skerpist, skugginn dvín
í skömmtum læknar brennivín.

Þó að lundin lifni mín,
lítt ég skil og hugsun dvín,
augun slompast, sljóvgast sýn
slafri ég í mig brennivín.

Það lítur út sem ljúfmenni
listagræna skrínið,
en mér á kjaft með kúmeni
kýlir brennivínið.


Bleikjufar

Þegar Flóans þykknar brá,
þýfðar glóa öldur:
Inn skalt róa ólgu frá,
svo ei þig krói skjöldur.

Ef að brjóta boðar hátt
ber þá  ljótur fjandi
þú skalt fljóta undan átt
upp að fót á landi. 

Þegar feykja bárur bát,
bólgnar sleikja kinnar.
Fleyttu bleikjufar með gát
færðu leikinn innar.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

117 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband