Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Vetrartungur

Blása lungu lúðurinn 
leiðum drunga tjaldar.
Fullum þunga væta kinn
vetrartungur kaldar.

Fiðrildin

Fögur hrúgast fiðrildin
flygsur smjúga glugga.
Ætla'að fljúga'á kalda kinn
og kæla drjúga skugga.


Sandlóa

Lítt skalt kvarta kerla smá,
þótt kólni bjartur kútur,
því há og smart er húfan grá,
og hlýr þinn svarti klútur.


Aprílhret

Þó að vetur hrjóti hátt,
hræri flet að vori,
upp úr leti æðir grátt,
aprílhret úr spori.


Tvær stakar stökur

Ljúfir þjást, við líðan kljást,
ljótt er á þér fasið,
hér er skást fyrst heilsan brást
að hella smá í glasið

Internetið inn á rannst
enn á síðu bragsins
en snemma hér á fésbók fannst
fyrsta vísa dagsins.


Fuglakliður

Stelkar bryðja stöðugt hnoss
stæltir niðrá leiru.
Gælir við mig fagur foss
fuglakliðs að eyru.


Skattar og skuldir

Eyðir sköttum, hvergi heit
hrunsins lengir kafla.
Greiðir skuldir, varla veit
visku slæmra afla.

mbl.is Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarhnútur

Gægist út úr greinum brum
grænt sem klútur horsins.
Ergir hrút með afbrigðum
ástarhnútur vorsins.


Dónavísa

Amorstollinn blíðan ber
blikinn, hollur maki.
Unaðshrollur um hann fer 
uppá kollubaki.

myndav_232.jpg


Uppvinnsla 3

2.4.2013

Hávært bylur tunnan tóm,
taugar skilnings emja,
vorsins ylur espar lóm,
sem ýmsir vilja lemja.

3.4.2013

óort

4.4.2013

Eftir stríðið arkar brott
allur kvíði'og pína,
er vorið þýða grænt og gott
gefur blíðu sína.

5.4.2013


Vorið nýja brosir blítt
blása hlýjir vindar
sólarstríið fjarska frítt
fælir ský - og blindar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

268 dagar til jóla

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 53877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband