Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Tunglið

Tignarlegt og tindilfætt nú Tunglið blikkar.
Í gærdag leit á gónið ykkar
glæsilegt með varir þykkar.

Hurðaskellir

Í nótt kemur Hurðaskellir

Trylltur kom af tindi einn
tæpur var á geði.
Ærandi og súr var sveinn
sjaldan fannst þá gleði.

Eins og bjarg af fjalli féll
fúli sveinninn skrækur.
Er við heyrðum hurðaskell
hjartað sökk í brækur.

Sem ærsladraugur inn í bæ
oft snar lætin þóttu.
Inn í dal og út við sæ
æstur sveinn að nóttu.

Lævís var með geðið grátt
í gómnun jafnan smellti.
Ef hönd hann sá í hurðagátt
hljóp hann til og skellti.

En núna er hann hress og hlýr
hoppar yfir þúfu.
Trampar gólfið feitur fýr
fínn með rauða húfu.

Sjá fleiri Jólasveinavísur

Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn, hávaðabelgur sem skellir hurðum og truflar svefnfrið fólks. Sums staðar gengur hann enn undir nafninu Faldafeykir en hann á að hafa feykt til földum. Þótt margir tengi það við pilsfalda, var upphaflega átt við faldinn sem konur báru á höfðinu. Nafnið Pilsaþytur hefur því heyrst vegna þessa misskilnings, en ekki náð fótfestu og er hvergi getið í heimildum (af jólamjolk.is).

 


Skammdegið

Dofnar styrkur, drukknar ljós
í dróma birkið slagar.
Úti kyrkja aldna rós
úldnir myrkursdagar
mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staka

Gólar tófa grimmt á heiði
grá hún lifir.
Sængina ég bráðum breiði
búkinn yfir.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband