Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ort til guðs - regnkvæði.

Þinn þornar búkur ef þjórar mikið
-þvaglosandi.
Þín hugsun brenglast og herpist spikið
Ó helgi andi.

Votir sokkar

Ýmiss vandi veldur trega
sem votir sokkar.
Spillta þjóðin spekingslega
nú spilin stokkar.

Fátt

Fátt ég veit um vá og kvöl
víst er líf mitt skrítið.
Ekkert veit um bót né böl
og bölva því víst lítið.

Ort rétt fyrir kuldakast

Bráðum kemur betri tíð með bláum kulda.
Hitinn engum skal nú skulda.

Búrkutíð

Ég heyrði frétt í útvarpinu um daginn.

Fréttin fjallaði um það að búrkuframleiðendur í Afganistan væru að kvarta yfir minni sölu búrkusölu, vegna þess að konur þar í landinu væru orðnar frjálslyndari í fatasmekk. Málið er að mér heyrðist þulurinn segja "gúrkuframleiðendur" og var mér eðlilega brugðið við tíðindin:
 
Skelfilegt er þetta skúrkastríð
en skrítin mér þykir nú gúrkutíð
er þetta níska
eða nýstarleg tíska
undarleg er þessi búrkutíð.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband