Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Gleđileg jól

Gleymiđ nú kreppunnar hávaxtahjól
úr húsinu ţađ burtu dragiđ.
Haldiđ nú öll bestu hamingjujól
og hangikjöt af grćđgi nagiđ.


Jólavísur

Nálgast jól ţá niđur sest og naga kjötiđ feita.
Seinna mun ég sćtt mjúkt konfekt leita.

Sötra öl ef sér ei neinn og sćtar tertur éta
eftir viku ei mun meira geta.

Lćđast um og líta fögur ljósin rauđ og grćnu
Um jólin et ég jafnan frá mér rćnu


Pottaskefill

Furđudýr af fjalli valt
feitur vildi snarla.
Ţegar loks hann kom, var kalt
kenndi sér mein varla. 

Milli bćja marađi
í myrkri ansi svangur.
Viđ eldahúsiđ hjarađi
heldur fingralangur.

Ef vćflađist af verđi frá
vinnuhjú í rúmiđ.
Pottahrúgu hreif hann ţá
og hljóp svo út í húmiđ.

Ekki kunni hann sér hóf
viđ hungri, engin pása.
Úr pottum öllum allt hann skóf
engar leifar krása.

En núna söngva sćta kann
hann sveif frá norđurpólnum.
Í kringum tréđ nú trampar hann
í tandurrauđa kjólnum.


Ţvörusleikir

Ţvörusleikir fjórđi fór
í flýti niđr'af tindi.
Slánalegur, mittismjór
sem morkin hrísla'í vindi.

Dökkt hans skegg, sem skugginn grár
skreiđ í myrkri svörtu.
Tötrar hans sem tugginn nár
í tunglskininu björtu.

Upp viđ bći beiđ hann já
er barst út ilmur glóđa.
Ef eldabuskan brá sér frá
viđ blasti veislan góđa.

Í eldhúsiđ ţá eins og skot
inn skaust sporum snörum.
Tók úr pottum, tćmdi kot
tylft af blautum ţvörum.

En nú er sćll sem sćluský
ei svíkur gjafastóllinn.
Hvítskeggjađur hlćr ađ ţví
sem hylur rauđi kjóllinn.


Allt í fína

Vetur sumar vor og haust
verđur allt í fína.
Í munni drýpur dćmalaust
dísćt mandarína.

Steyputindur.

Ég er međ skrifstofu beint á móti háu hálfkláruđu byggingunni í Borgartúni.

Glćstur ýlfrar grimmt og hátt
glerlaus steyputindur.
Lýti borgar, ljótt og grátt
nú lemur kvíđavindur.


Kötturinn og varđhundurinn

Lasburđa nú lýđur pćlir:
hví lćđist ennţá köttur hér
sem fúlum hnökrum úr sér ćlir
yfir gólf og spreyjar smér.

Varđhundur međ votann hvarminn
vćtir ţegjandi sitt ból.
Sem lítil mús hann hylur harminn
í holu finnur lítiđ skjól.
 
Já hann vill miklu frekar flótta
og fela mörg sín leyndarmál.
Kannski'hann finni kisu ótta
krauma djúpt í sinni sál.

Tekanna

Lituđ er ljósblá tekanna
ég lít ofan í og te kanna
anganin mett
munn hef ég grett
"ég međlćtiđ núna tek Anna".


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband