Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
30.11.2008
Taki til sín sem eiga.
Um höfuð þeirra hangir svartur kassi
sjónskertir á siði, þeir
sitja'á feitum rassi.
Í kompu sinni sitja enn og bíða
af sér hret og orrahríð
og engum barning kvíða.
Eitt er víst að af sér varla segja
okkur ljúgja lævíst að
læðast um og þegja.
Bálkar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2008
Svart - bjart
og þreyti kreppuólar.
Þá sækir okkur brátt að björt
birta vors og sólar.
Stökur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008
Skrítið
Af hverju grípa þeir ekki tækifærið nú þegar það gefst og fjölga frekar ferðum og bjóða betri áskriftardíla, þ.e. ódýrari þriggja mánaða, hálfs árs kort eða árs kort. Á móti geta þeir hjá strætó bs hækkað verð fyrir þá sem taka bara strætó annað slagið. Þetta gæti kostað þá aukapening til að byrja með, en þegar litið er til framtíðar og fólk verður farið að nota strætisvagnana af einhverju viti, þá hlýtur að vera búið að ná fram sparnaði.
Þannig geta þeir notað kreppuna til að venja fólk við að nota strætó, enda er ekki vanþörf á. Það er allltof mikið um að fólk noti einkabíla (oftast einn í bíl) með tilheyrandi mengun, bílastæðavanda og umferðarhnútum (að ónefndu bensíneyðslu og innflutningi á því).
Ath, ég hef engar forsendur til að vita hvort þetta sé rétt hjá mér, bara hugmynd.
Strætisvagn er stuðið snjalt
gjör stöðugt magn í vetur.
Þá býrð til gagn og bætir allt
og borgin hagnast getur.
Dregið úr ferðum hjá Strætó en gjaldskrá óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008
Nýjar hetjur
Það hefur skort á hetjur undanfarið. Hér eru þá allavega komnar nýjar hetjur eða allavega endurnýjaðar hetjur, þ.e. Hetjur Hafsins.
Hetjur Hafsins
Berjast þeir oftast við brimskaflaseið
og blákaldir aflanum landa.
Nú áhöfn á Þerney vill eyða burt neyð
hjá afskiptum mæðrum í vanda.
Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008
Lausn á kreppunni.
Í nótt dreymdi ég frábæra lausn á kreppunni sem er að byrja að plaga landann og á eftir að herða sultarólina hjá mörgum, þó við séum vart farinn að finna fyrir henni að ráði.
Það versta er að mér var svo kalt að ég hafði mig ekki upp úr rúminu til að skrifa lausnina niður, svo lausninn varð aftur draumi að bráð.
Sjaldgæfa mér sýndi rausn
sinnið í heilamergi.
Í draumi fann ég fína lausn
en finn hana nú hvergi.
Stökur | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2008
Bjartsýni?
Finnst mér stundum fjandinn laus
og finnast hvergi varnir.
En enginn mun hér enda'á haus
-aðeins víkingarnir.
Stökur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008
Ástandið í þjóðfélaginu.
Magnast neyð og magnast böl
magnast eyðan langa.
Magnast reiði, magnast kvöl
magnast leiðin ranga.
Stökur | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008
Kominn á blog.is
Ég er hættur með síðuna 123.is/hoskibui og kominn á hoskibui.blog.is
Ég er að vinna við að færa eitthvað af efninu yfir á þessa síðu, en hún verður glötuð í einhvern tíma gæti ég trúað.
Annað | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008
Kafsigling
Í góðærinu Geir varð ölur
gáði ei að sér.
Hann sigldi hratt þó sumar tölur
sögðu: þar er sker.
Af feikna afli inn sprakk kjölur
-aflaskip nú fer.
Í stýrishúsi áhöfn argar
og vill sinn hvítþvott.
Sljór samt Geir enn slefar, gargar
með slæman þynnkuvott.
Skipstjórinn ei bátnum bjargar
bráðnað er hans glott.
Bálkar | Breytt 5.12.2008 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008
Böl má bæta.
Í mjöli er ansi vel mannað
af möðkum, það hefur margt sannað
og smjörklípu þræta
bölið má bæta
og benda á eitthvað allt annað.
Limrur | Breytt 5.12.2008 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Júlí 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Nóvember 2021
- September 2021
- Febrúar 2021
- Desember 2020
- Október 2020
- Júní 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Júní 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005