Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Kuldinn flaug suður.

Hávært upp nú hlýnun sprakk
og hitun allra landa.
Kuldinn okkar fór á flakk
og flaug til sólarstranda.


Eitt lítið leyndarmál.

Eitt veit ég sem enginn veit
og það skekur sál
það mun ætíð þæfa leit
það er leyndarmál.

Níðvísa

Út úr honum aurbrúnt lak 
sem ekkert veit.
Úldinn maður enn sitt bak
uppá skeit.


Himininn og flóinn.

Blágrár himinn horfir oní sjóinn.
Í speglinum sér sjálfan sig:
"sætur er nú flóinn"

Dæmigert.

Þeir gefa ei virðingavott
en væla með háði og spott
oft eru þeir
einn eða tveir
sem gagnrýna það sem er gott.


Gluggaveður

Sér í vatni svanur þvær
sólin alltaf gleður.
Norðanvindur napur hlær
nú er gluggaveður.

Inn í kompu.

Inn í kompu einn ég sit
og minn penna naga.
Úti fuglar fleygja drit
í fagra sólardaga.


Mannvonska

Ég flytja vil í fornan dal
í felum yrkja svörðu.
Fá engar fréttir ekkert mal
um eymdir lífs á jörðu.


Ástarrím.

Enn ég ríma, ástin mín
enn ég glíma'og snarla.
Eg ætla'að síma inn til þín
en ég tími'því varla.


Ástandið í hnotskurn.

Úti tónar eymdardjass
alveg krónu rúinn.
Á meðan bónar mör og rass
mætur Frónarbúinn.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband