Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Vesturleið

Datt í hug þessi vísa þegar mér varð hugsað heim á Strandir, hvernig sjá aðrir Strandirnar fyrir sér:

Ókunn lönd nú opnast mér
ótt til beggja handa
alltaf mun ég aka hér
um undraveröld Stranda.
(Því vegleysan hún vaggar þér
og vöskum bíl mun granda).

Esjan freknótt.

Hún bjóst ei við bölvuðu hreti
í bóli lá Esjan í leti
en kuldinn kom hratt
hún loks upp spratt
hvítfreknótt reis hún úr fleti.


Náttúrustemmur að vori.

Syngja'á heiði svanir tveir
og sinna hreiðurgerðum.
Sverja eiðinn synir þeir
og svífa breiðum herðum.

Áttlaust vindur yfir tind
æðir blindur núna.
Stendur hyrnd, slöpp, hölt og grind
- horuð kind við brúna

Lambaspörðin látúnsbrúnu
lita sinugrund.
Kind í hjörðu kroppar túnu
kát við vinafund.

Hjónasvipur.

Hjónin brátt hjala um mund
og hefja nú samningafund
sveitt verður törnin
að sameina börnin,
köttinn og hvasstenntan hund.


Fékk ekki boðsmiða.

Steingrímur heima víst hékk
og horfði á Batman og Skrekk
beið svo við síma
svört varð brátt skíma
því boðsmiða'á ballið ei fékk.


Ekki nógu sætur.

Geir snemma fór víst á fætur
formaður Jón núna grætur
á ballinu einn
einmana sveinn
alls ekki nógu var sætur.


Upptaka af fundinum!

Geir: 

"Elskan mín blessaður Óli,
eldsnemma var ég á róli
þú viðrar nú þvott
því veðrið er gott
í vinnu ég hökti á hjóli".

Ólafur: 

"Blessaður gestur minn Geir
nú gömnumst við nokkuð hér tveir
kaffi? tak sæti
sykur í bæti
útiveru enginn af deyr".

Geir: 

"Má ég fá einn annan mola?
og meðlætið niður svo skola?
á balli í gær
var glæsileg ær
góðbrjósta kallar mig fola".

Ólafur:

"Framhjáhalds þykir mér fnykur
í forgrunni allnokkrar blikur
fúll virðist Jón
framsóknarljón
fáðu þér köku og sykur".

Geir:

"En samfóa gellan er sæt
sjúkleg ó hvernig ég læt
hey, varstu'að baka
hrein snilld er kaka
hjónabandssælan er æt."

Ólafur:

"Takk fyrir, taumlaust ég syng
þú taka mátt bráðum fram þing
ég umboð þér gef
og allbetur sef
ef á fingri ei hefur hún hring."


Grasrót framsóknarflokksins

Viðræðan verður mjög snúin
og vaknar Jón allnokkuð lúinn
heymæði fær
frá haus niðrí tær
því grasrót er gömul og fúin.


Enn að telja.

Atkvæðin er hann að velja
all lengi mun við það dvelja
löng verður bið
eins og búist var við
Björn er svo lengi að telja.


Er VG á lausu?

Geir sér að glittir í hausu
á grænum og sýpur úr ausu
stelpan er sæt
og sjálfsagt mjög bright
en ætli hún lafi á lausu?


Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

229 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband