Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Kuldakvæði

Frerinn kaldi kyssir mold
knúsar faldinn jarðar.
Þungt er gjald á þeirri fold
þrýtur haldið gjarðar.

Heimilisleysi

Vont mér þykir vaxtaprjál
vex nú strik og færist.
Það eykur fnyk í forðaskál
fólk á ryki nærist. 


Nokkrar vísur

Sífellt tíminn sælu vekur
sveiflast prik.
Andartakið aldrei hrekur
augnablik.

----------------

Vaxtasmjörið smurt er á
smælingjana litla
Bankastjórarar brosa þá og
buddu feita kitla.

----------------

Sólin kveður takmark tært
tunglið bjarta þykknar.
Jólin koma skrautleg, skært
skartið seinna blikknar.

----------------

Vatnið þekur vota jörð
vatnið tekur.
Vatnið hrekur vonarsvörð
vatnið lekur.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband