Leita í fréttum mbl.is

Stökur og limrur vikunnar.

Hér er ein sakamálalimra:

Rannveig var Ragga að farga 
en rekan hún gerði'ana arga.
í gröfuna fór
því guminn var stór
og mokaði rúmmetra marga.

Svo er hér tvær stökur samvaxnar um karlkynsframbjóðendur (á leir var verið að spá í það af hverju karlar væru tregari til að flíka útvexti sínum til að heilla hitt kynið):

Frambjóðendur fara'í keng
er flagga prýðisketi,
í bláum þröngum buxnastreng
svo bólgan sjáist geti.
 
Margir karlar kunna ráð
konur til að lokka.
Leyndarmálið skal nú skráð:
þeir skella í buxur sokka.

Svo var frétt á visir.is: Kannaði leyndarmálin í kvennaklefum (lag Ísland ögrum skorið)
 
Klofið, klippt og skorið,
krúnurakað þétt,
barma hárlaus borið
blasir það við nett. 
-Hlýju hefur misst.
En nauðsyn er að rýja rétt
því raksturinn er list. 

Svo er hér heilræði fyrir helgina:

Klístraðu á kollinn gel
og kneifaðu svo vínið dátt
en farðu elsku vinur vel
og varlega í yfir-drátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband