Leita í fréttum mbl.is

Þorrablótsbragur

Um síðustu helgi var þorrablót á Drangsnesi. Ég missti af því en fékk þó að vera með í því að semja smá texta fyrir nefndina:

Skemmtunin er búin brátt
og bráðum skulum dansa
svífum inn í salsað dátt
uns sveittu ennin glansa
 
Hrútspungana hristum glatt
sem helltum við í maga
hikstann eftir harðfisks smjatt
hákarl kann að laga.
 

Einn - tveir, nú öll við syngjum saman.
í svefninn ekki förum enn því nú er ennþá gaman.
hendumst brátt í hringdansinn
uns hverfur allur kraftur
Syngjum dátt og höfum hátt.
Hellt'u í glasið aftur.
 

Á hundraðfaldri ferð með glans
og fætur gólfið stappa
með mjaðmahnykk og magadans
matinn skaltu þjappa.
 

Við þökkum ykkur einlægt mjög
en enn mun ballið duna
djöflist nú við dágóð lög
á dansgólfið skal bruna
 

Einn - tveir, nú öll við syngjum saman.
í svefninn ekki förum enn því nú er ennþá gaman.
öll við prófum diskódans
uns dvínar allur kraftur
Syngjum dátt og höfum hátt.
Hellt'u í glasið aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband