15.1.2009
Venus hátt á himni skín
Fyrirsögnin á þessari frétt truflar mig hrikalega, þ.e. "Venus skært á himni skín".
Ástæðan er einföld frá mínum bæjardyrum séð en ég efast um að margir taki undir að fyrirsögnin sé truflandi.
Það er tilvísunin í "Máninn hátt á himni skín" sem er í laginu Álfadans sem helst truflar mig. Eins og margir vita sem þekkja mig, þá er símhringingin í símanum mínum lagið Álfadans og um leið og ég las þessa fyrirsögn þá byrjaði lagið að óma í hausnum á mér, sem er í sjálfu sér allt í lagi því ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum meira og minna í þau þrjú-fjögur ár sem ég hef haft þessa hringingu.
Það sem truflar mig mest er samt að orðið "hátt" er skipt út fyrir "skært". Ekki endilega af því að hún skín ekki skært sem hún gerir óneitanlega, heldur af því að fyrirsögnin "Venus skært á himni skín" stuðlar ekki rétt ("aha" segja einhverjir og nenna ekki að lesa meira frá svona ruglukolli).
Þeir sem þekkja lítið til bragfræði gætu bent á að það skipti ekki máli og það er vissulega rétt en það truflar mig samt. Þeir sem þekkja eitthvað til bragfræði en eru ekki fullnuma myndu hugsanlega áætla að nú stuðli skært og skín saman en svo er ekki. Ástæðan er sú að stuðlarnir sk og sk eru í lágkveðu og stuðlar standa aldrei báðir í lágkveðu svona í fyrstu línu.
Því fór ég að reyna í huganum að laga þessa fyrirsögn án þess að breyta innihaldinu, það er frekar erfitt og myndar kjánalegar setningar að endurraða textanum og urðu eftirfarandi textar til sem bragarbót:
- Venus himni skært á skín
- Skært á himni skín Venus
- Himni skært á skín Venus
Allt saman réttur texti bragfræðilega, en frekar kauðslegt að sjá. En svo fór ég að rýna í fréttina og sá að þó Venus sé stjarna sem rís aldrei mjög hátt, þá er hún samt í hæstu stöðu þessa dagana (nánar tiltekið í gær).
Því kem ég með þá einföldu tillögu að best væri að breyta upprunalega textanum sem minnst og því legg ég til eftirfarandi fyrirsögn: "Venus hátt á himni skín".
Svo prjónaði ég við til að þetta yrði ekki vísnalaust:
Venus hátt á himni skín
hrikalega skært
sól hún eltir ennþá
svo undarlega vært.
Hátt á himni nú rís,
hringsólar um stund.
Venus ætlar enn um sinn
á ástarfund.
Nú er liðið annað ár
aldrei kemst hún nær.
Dátt samt dansinn stígur
dularfull og skær
Hátt á himin þá vill,
hringsólar um stund.
Venus ætlar enn um sinn
á ástarfund.
Í björtum dansi bíður enn
blikar djúp og skær.
Elífð lengi líður
hún lítið þokast nær.
Lágt á himni hún rís,
hringsólar um stund.
Venus ætlar enn um sinn
á ástarfund.
Venus skært á himni skín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Moggablogg | Aukaflokkur: Söngtextar | Facebook
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 53243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Júlí 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Nóvember 2021
- September 2021
- Febrúar 2021
- Desember 2020
- Október 2020
- Júní 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Júní 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
Athugasemdir
Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) lauk rímnaflokknum af Oddi sterka með þessari vísu árið 1932:
Kveð ég hátt, unz dagur dvín,
dýran hátt við baugalín.
Venus hátt í vestri skín,
við skulum hátta, elskan mín.
Eiður (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:45
Takk fyrir þetta. Auðvitað er lína sem segir að Venus fari hátt á himni bara matsatriði og það sem einum finnst hátt finnst öðrum ekki hátt.
Höskuldur Búi Jónsson, 16.1.2009 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.