Leita í fréttum mbl.is

Brúðkaupslag

Svava frænka bað mig um að semja um vinkonu sína (og fyrrverandi skólafélaga minn) hana Lindu, texta sem hægt væri að syngja í brúðkaupinu hennar. Hér er það, en það má syngja við lag Sálarinnar, Neistann. Þess ber að geta að Gunnhildur konan mín hjálpaði mér mikið með þetta, bæði með textann og söng fyrir mig lagið.

Brúðkaupslag fyrir Lindu og Kristinn
 
Linda, syndandi’um systrahaf
í útlöndum gekk um grund
loks gekk inn í Reykjalund
Kristinn, kurrandi miðjubarn
veiðistöngin við vinstri hönd
veikur nam hann þar lönd
hjörtun upp á rönd
 

Oooh
 

Neista, þau fundu neista
lokin var þá læknavakt
og Linda í hjúkkudragt. ooh
Neista þau fundu neista
hann var sætur í sjúkraslopp
og með sjúklega flottan kropp. ooh

Kristinn, veiddi þar vel í sitt bú
vængjum þöndum þau svífa nú
og nú eru þau orðin þrjú.
Linda, beit fast í beituna hans
og nú brúðhjónin stíga dans
nú er glaumur og glans
gestir falla’í trans
 

Oooh

Neista, þau finna neista
saman gengu kirkjugólf
og nú fylla þau hjartahólf. ooh
Neista, þau finna neista
og nú eru orðin hjón
og aðrir biðlar eins og flón. ooh
 

Höfum á þann hátt
að lyfta glösum hátt
og kalla hátt
brúðhjónanna skál, SKÁL.

Neista, þau finna neista
saman gengu kirkjugólf
og fylla hjartahólf. ooh
Neista, þau finna neista
og nú eru orðin hjón
og aðrir biðlar eins og flón. ooh

Neista, þau finna neista
saman gengu kirkjugólf
og fylla sitt hjartahólf. ooh
Oh, neista

Ooooh

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband